Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 31
L I N D 1 N
29
hefði verið til. Mér þykir ekki ólíklegl, að sumir
hinna fegurstu sálma sr. Matthíasar séu einmitt til
orðnir fyrir kynni hans af guðfræðilegum efnum og
fyrir margvíslega reynslu og þýðingarmikla í piests-
starfi í hálfan þriðja tug ára.
Hann er þjónandi prestur í þrem prestaköllum,
lvjalarnesþingum, Odda á Rangárvöllum og Akureyri,
en gegnir þess í milli öðrum störfum mjög þýðingar-
miklum, eins og t. d. ritstjórn leiðandi þjóðmála-
blaðs, um full 5 ár.
Frá þeim árum, sem hann var ritstjóri, væri margl
merkilegt um hann að segja. Hann sýnir alþjóð, eins
og hann gerir að vísu einnig í mörgum kvæðum
sínum og sálmum, hve réttsýnn og friðelskandi hann
var. Hoiium var iðulega legið á hálsi fyrir það hve
lítill liardagamaður hann var, og honum var borið
það á brýn, að hann væri hvergi heill, liefði enga
sjálfstæða skoðun eða bindi sig við neina sérstaka
stefnu, hvorki í s'tjórnmálum né heldur í trúarefnum.
Það mun satt vera, að hann hafi ekki fylgt neinni
ákveðinni stefnu í blindni, en ég tel honum það
fremur lil lofs en lasts. Eins og hann leit á mál-
in og tók þeim, var það fremur þroska- en van-
þroska-merki. Hann lét aldrei hinda sig tjóðurbandi
vanans eða hins hlinda flokksfylgis. Til þess var hann
of víðsýnn maður og frjáls í hugsun.
Eins og að líkum lætur um slíkan gáfumann. og
skáld, sem sr. Matthías var, var hann mjög tilfinn-
inganæmur og örgeðja, enda þótt hann kynni að
stilla skap sitt á mannamótum. Hann gat orðið hrif-
inn eins og barn, stundum af litlu einu. Sál hans var
eins og hin viðkvæmasta harpa. Ef við hana er kom-
ið, þá gefur hún hljóð. Einkum var hann opinn l'yrir
öllu því, sem fól í sér fegurð eða sannleika. Hann
hlustaði gjarna á mál manna með stilling og eins
andstæðinga sinna, ef rök væru fram borin, og mat