Lindin - 01.01.1938, Síða 50
48
L I N 1) I N
eru ekkert betri en önnur víti, og að baki þeim er
fáviska engu síður en að baki öðrum vítum. Svo
mikil getur fáviskan orðið, að ég held ef til vill, að
ég sé að gera mitt besta og hið eina rétta, þegar ég
er að leggja á mig þyngstu og óþjálustu hlekkina.
Annars er oft dálítið gaman, en um leið einkenni-
legt, að athuga ósamræmi það og skort á rökréttri
bugsun, sem einkennir stundum afstöðu vandlæting-
arsamra manna til meðbræðra sinna. Enginn er t. d.
svo forhertur vandlætari eða dómari, að hann vilji
lála börn l)era fulla ábyrgð orða sinna eða gjörða, og
það af þeirri einföldu ástæðu, að hann telur að barn-
ið skorti skilning og þroska til þess að meta rétt,
hvað við á og best fer og hyggilegast er í hverju ein-
stöku tilfelli. En þó getur þessi sami maður ekki
látið sér skiljast, að í raun og veru sé það allaf hið
sama, er sé dýpsta orsök allra yfirsjóna mannkyns-
ins, sem sé fáviska eða andlegur vanþroski, er á ræt-
ur sínar í takmarkaðri reynslu eða jafnvel reynslu-
leysi. Iiví að afsaka litlu börnin en synja stóru börn-
unum um allar afsakanir. Nú er þess og að gæta í
þessu sambandi, að eftir því sem maðurinn eldist,
vaxa venjulega viðfangsefni hans og verða margbrotn-
ari og flóknari. Og um leið glatast oft himnaríki barns-
ins, sem fólgið er meðal annars í áhyggjuleysi og
draumum og vonum, sem lífið hefir ennþá ekki farið
sínum hörðu höndum um .. .
í daglegu- tali er stundum talað um að setja sig í
»annara spor«, og er þá kveðið svo að orði, að ef
menn geri það, hljóti þeir að verða vægari í dómum.
Já, það er áreiðanlega ekki of mikið sagt, að menn
yrðu vægari í dómum, ef þeim tækist að setja sig í
annara spor. En ég er ekki alveg viss um, að jafnvel
þeim, sem tala um að setja sig í annara spor, sé
fyllilega ljóst, hvað í þeim orðum felst. Hvað felst þá
í því að setja sig í annara spor? Hvorki meira né