Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 91
L I N D I N
89
»Hjartans þökk fyrir kveðjuna. Drottinn blessi
störf yðar«.
Séra Jónmundur Halldórsson á Stað í Grunnavík
las upp fyrir fundarmönnum tvo kafla þýdda úr er-
lendum ritum. Gerðu menn góðan róm að því.
Síðar um daginn, er fundarmenn höfðu tekið sér
nokkra hvíld frá fundarstörfum, flutti séra Jón .Tak-
obsson erindi fyrir almenning: »Foreldrar og börnin«,
innleiðsluerindi að umræðum um það mikla mál.
Þegar hann hafði lokið máli sínu hófust umræður,
undir fundarstjórn séra Halldórs Kolbeins, og tóku
fundarmenn þátt í þeim af miklum áhuga og fjöri
fram eftir deginum.
Um kvöldið flutti séra Einar Sturlaugsson á Pa-
treksfirði ílarlegt og' fróðlegt erindi, sem hann nefndi:
»Kirkjudeilan í Þýzkalandi«. Að því loknu flutti séra
Þorgrímur Sigurðsson að Grenjaðarstað stólræðu og
gegndi altarisþjónustu að henni lokinni. Að því
loknu kvaddi formaður sér hljóðs og þakkaði Súg-
firðingum prýðilegar móttökur og árnaði þeim fram-
tíðarheilla, en Örnólfur Valdimarsson kaupmaður, og
Ivristján A. Kristjánsson kaupmaður þökkuðu með
snjöllum ræðum komu prestanna og þá ánægju, sem
þeir töldu sig og aðra Súgfirðinga hafa notið af sam-
fundum með þeim fundardagana. Séra Sigtryggur
Guðlaugsson flutti einnig langt og innilegt erindi til
fundarins um leiðirnar að hjarta æskulýðsins með
kristindómsáhrifm.
Af athyglisverðum tillögum, sem samþykktar voru
á fundinum, má nefna:
1) Tillaga frá formanni félagsins svohljóðandi:
»Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða beinir þeim til-
mælum til allra félagsmanna, að þeir á komandi
starfsári leggi sérstaka áherslu á að tala um kristin-
dómsfræðslu barna í prédikunum sínum og á mann-
fundum og leiti samvinnu foreldra og barnakennarg