Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 15
L I N D I N
13
Hið hörmulega ástand nútímans er ljós vottur
þess hvernig fer, er hljótt verður um kirkjuna og hún
er afrækt. Því betri félagsskapur er ekki til en sam-
félag Jesú og lærisveina hans. Sé það rétt, og það
má prófa, ber nauðsyn til að fullt tillit sé tekið til
kirkjunnar.
Það ríkir ískyggileg deyfð og sinnuleysi um kirkj-
una hjá vorri þjóð, sem verður að breytast, ef ekki
annað verra á að hljótast af. ()g heill sé því hverjum,
sem leggur henni lið.
En þó hljótt sé um íslenzku kirkjuna í hili, stend-
ur þó íslenzka þjóðin í óbættri þakkarskuld við hana
um aldaraðir, einnig þeir, óbeinlínis, sem hvorki
vilja heyra hana né sjá og vilja hana feiga. En hún
er bara ekki feig. Og því fyr sem skuldin er greidd,
þess betra.
Páll Sitjnrósson.
Bænarljóð.
Vér lofum þig, þú lífsins guð,
þig lofi æ vort mál!
— þinn guðdómsneista, um gjörvöll lönd
þú gefur hverri sál.
Til ávöxtunar er það pund,
en ávöxt lítinn ber —
því heimsins myrku voðavöld
þau vaka’ og beita sér.
Vér leitum þín, þú ljóssins guð,
nú'leiðin er svo myrk.
— Þín ást og náð, sem aldrei dvín
oss öllum veiti styrk. —