Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 69
L I N D I N
67
Ósýnilegi geislinn.
Ræða eftir sr. Halldór Kolbeins, flutt við barnamessu.
Sálmar: 623, Ó, faðir gjör inig lftið ljós..., — 625, 307.
B æ n :
Faðir ljósanna, faðir vor. Vek þú aðdáun allra
manna fyrir því fagra, göfuga og góða. Lát þú vor-
hlýjuna og sumarsæluna hjálpa oss til þess að hugsa
um þig og það, sem tengir oss við þig.
Lál oss muna glöggt eftir hverjum ósýnilegum
geisla, sem gæfan er bundin. Lát oss muna og' skilja,
hvernig þráðurinn að ofan verndar og varðveitir alla
hamingju lífsins. Amen.
Jóh. 20, 29 b
Sælir eru þeir, sem sáu ekki, og-trúðu þó. Amen.
Til eru margir verðir. Þeir standa á verði, svo að
óboðnir gestir geti ekki komið og gjört mönnum
mein. Nú skuluð þér heyra um vörð, sem er afar
einkennilegur og kallaður ai’ sumum dularfulli vörð-
urinn. Hann er stundum kallaður dularfulli vörður-
inn vegna þess, að enginn lifandi maður hefir nokk-
urntíma séð hann. Hann er eins og njósnari, sem
liggur falinn í leyni og hefir augun á öllu. Fyrir
skömmu var geisimikil sýning á allskonar munum
suður í Lundúnaborg. Dularfulli vörðurinn var þar
staddur. A einum stað í sýningaskálanum voru ógrynn-
in öll af silfur- og gullmunum. Dularfulli vörðurinn,
sem enginn gat séð og enginn hefir nokkurntíma séð,
átti að vaka yfir þeim. Menn reiddu sig svo á hann,
að silfrið og gullið lá þarna á borðunum laust og óvarið.
Það varekki haft undir stálgrindum og í glerkössum,
eins og tíðkast hafði.
Menn sáu ekki, að það væri neinn á verði um
þessa dýru muni, en það var þó yfir þeim vakað. —