Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 83
L I N D I N
81
Atvik frá Alþingishátíðinni.
Fáum hefir sjálfsagt dulist það, sem komu á Al-
þingishátíðina 1930, hve Þingvallakirkja stakk þar í
stúf við flest annað og hve níikið vantaði á, að hún
væri svo vegleg sem staðnum og hátíðinni sómdi.
Fátækleg og fornfáleg hnípti hún innan um alla há-
tíðadýrðina á hinum sögulega stað. Ef til vill var
hún talandi vottur um afstöðu margra landsmanna
til kirkju og kristni, vottur um litla rækt við þessa
þjóðnýtu stofnun, og um tómlæti gagnvart eilífðar-
málunum. En þrátt fyrir allt, kemur þar ol't í ljós og
á margvíslegan hátt, að andleg efni eiga sterk ítök í
sálum mannanna.
Einn dag Alþingishátíðarinnar bar svo við, að fá-
einir menn gengu heim að Þingvallakirkju; var hún
ólæst, og gengu þeir inn. Rétt á eftir gerði hellirign-
ingu, og kom þá inn í kirkjuna allmargt fólk, sem
hafði verið á gangi þar í grend. Fæst af iolki þessu
þekkti víst hvað annað, og var úr ýmsum áttum og
af ýmsum stéttum. Maður nokkur úr hópnum, drengi-
legur í sjón, sagði um leið og hópurinn kom inn:
»Við skulum láta blessaða kirkjuna skýla okkur
meðan skúrin stendur yfir, hún hefir svo oft veitt
okkur skjól í lífinu«. Hann settist við hljóðfærið og
fór að spila sálmalög. Brátt tóku einhverjir undir, og
innan skamms var allur hópurinn farinn að syngja
sálma, alkunna sígilda sálma, sem flestir kunna, og
eru um hönd hafðir við svo mörg tækifæri lífsins.
Þessi sundurleiti hópur söng samhuga og einum
rómi hvern sálminn af öðrum með hrifningu. Það
var eins og slegið hefði verið á sameiginlegan streng
í öllum þessum ólíku hjörtum.
Skúrin var liðin hjá, og sólin skein aftur í heiði;
söngurinn hætti ekki strax, en brátt dreifðist hópur-
6