Lindin - 01.01.1938, Síða 40
38
L I N D I N
til hjálpar hverjum hal og drós,
sem liefir villst at' leið«.
Og hann endar bænina þannig:
»0, faðir, gjör niig sigursálm,
eitt signað trúar-lag,
sem afli blæs í hrotinn hálm
og hreytir nótl í dag«.
Það er að vonum, að vér lítum öðrum augum á
Matthías Jochumsson og skáldskap hans en hann
sjálfur gerði. Um sjálfan sig segir hann: »Eg vildi
maður verða, en varð ei nema hálfur«. Oss finnst
annað. Og mér finnst bæn hans hafi verið heyrð, sú,
að hann hafi orðið sá »sigursálmur«, það signaða
»trúarlag, sem aíli hlæs í hrotinn hálm og breytir
nótt í dag«. Fyrir hversu mörgum hefir ekki birt,
runnið dagur eftir dapra nótt, við að lesa eða heyra
suma sálma sr. Matthíasar? Þar kennir engra efa-
semda, engrar vantrúar né villu: Gamal-guðfræðingar,
sem svo eru kallaðir, jafnl sem unitarar, guðspeking-
ar og spiritistar hlýða hrifnir á trúarljóð hans og
njóta þeirra. Að baki þeim öllum er, þrátt fyrir efa-
semda augnablikin, hinn harnslega einlægi og sanni
guðstrúarmaður. Þrátt fyrir alla upplýsing, alla mennt-
un og hið marglofaða frelsi, sem er og metið að verð-
leikum, er grunntónninn í öllum sálmum hans trú á
lífið, trú á sigurmátt hins sanna og góða. Það hald-
bezta, það sem stóð af sér alla storma efasemda og
rauna, var hinn himneski auðurinn, sem móðirin fá-
tæka í Skógum var þó svo rík af og miðlaði börn-
unurn sínum.
Eins og vér áðan heyrðum, fannst honum sorg sín
svo þung á þeirri stund, er hann stóð yfir líki ann-
arar konu sinnar, að hann segir: