Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 14
12
L I N D I N
legs lífs, sem veraldarhyggjan hefir rænt hana. En
að svo fari, mun óefað koma í ljós er aldir renna.
Þetta hlutverk og tilgangur kirkjunnar og þetta
sjónarmið, að hún sé nýsköpun, sem lifir og starfar
í umboði Guðs, er mjög að ryðja sér til rúms meðal
merkustu kirkjumanna heimsins nú á tímum. Neyð-
arástand heimsins og alræðisvald það, sem nú hefir
komið lil sögunnar, veldur þar vafalaust nokkru. En
þetta sjónarmið var grunntónninn á alheimskirkjuþing-
inu í Oxford og Edinhorgísumar (1937). Þarvoru mætt-
ir fulltrúar frá öllum löndum og kirkjudeildum heims,
utan rómversk-katólsku kirkjunnar. En frá íslandi
var enginn. Og það hafa komið út hækur um mál
þau, sem þingið hafði lil meðferðar, í'itaðar af merk-
ustu fræðimönnum og áhugamönnum kirkjunnar. Þar
á meðal: »Kirkjan og starf hennar í þjóðfélaginu«;
»Maðurinn samkvæmt kristilegum skilningi«; »Guðs-
ríkið og sagan«; »Kirkjan og þjóðfélagið«; »Kirkjan,
þjóðfélagið og ríkið, með tilliti lil fræðslunnar«; »Alls-
herjarkirkjan og þjóðabandalagið«; »Kristin trú og
ríki nútímans« o. II. (Milliþinganefnd var og skipuð,
sem í ár 1938 kom saman í Utrecht í Hollandi, og
starfar að þessum málum milli þinga). A þessu al-
heimskirkjuþingi vóru menn með 96 mismunandi trú-
arjátningar. En allir urðu þeir sammála um það, "að
hugsjónirnar einar nægðu ekki. Hugsjónirnar voru
þó viðkvæði þessara þinga, alll frá því til þeirra var
stofnað í Edinborg 1910 og allt til 1937 í Oxford. Þá
er engin önnur leið sjáanleg en að kirkjan sameinist
og beiti í einingu áhrifavaldi sínu á öllum sviðum
mannlegs lífs. Að þessu er nú unnið. En þetta, ásamt
því sem nú gerist í kirkjumálum á Þýzkalandi, er
ljós vottur þess að kirkjan er ekki alveg eins dauð
og steinrunnin forneskja og sumir vilja vera láta.
Hún veit sitt hlutverk og vinnur að því aö vera lækn-
ing við meinsemdum lílsins,