Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 27
L I N D I N
25
Sr. Matthías Jochumsson
sem trúarskáld.
Aldarminning.
i.
Sá völlur, sem ég lieíi nú haslað mér, er stærri
miklu og erfiðari lil sóknar á honum, en ég í i'yrstu
gerði mér í hugarlund.
Mér verður á, eins og skáldinu sjálfu í einu sinna
rammefldu og snjöllu kvæða, að spyrja: »Hvar skal
byrja? Hvar skal standa?«
Margt er hægt um Matthías að segja nú á aldar-
afmæli hans. Það er liægt að tala um hann sem
hvern annan mann, sem prest, sem skáld almennt og
sem sálmaskáld sérstaklega, og loks, það má-tala um
hann sem ritstjóra leiðandi þjóðmálablaðs, en þar
ætla ég að hann veki minnst aðsóp, og þó nokkuð.
Mættu margir nútímamanna í þeirri giein ýmis-
legt af honum læra sem slíkum. En ég hefi kosið
mér að tala um liann sem trúarmanninn, sem prest-
inn og trúarskáldið sérstaklega. Þar finnst mér hann
gnæfa einna hæzt, — íinnst fegurst útsýn og bezl af
þeim »Tindastóli«, — þótt víða beri hann Iiátt á
skáldfáki sínum á öðrum sviðum, og hlý.t ég þá einn-
ig að geta hans að nokkru eins og hann birtist oss í
sínum veraldlega kveðskap.
Annað er naumast bægt. Á bak við allt, sem
Mattbías Jochumsson befir fegurst liugsað og sagt,
jafnt í kvæðum um jafn veraldlega og efniskennda
hluti sem hafísinn — »landsins forna fjanda« — sem
í háleitustu sálmum sínum, stendur hinn djúpi hugs-
uður, alvörumaðurinn mikli og trúaði. Honum verður
allt að áminning og opinberun um tign og veldi guðs.