Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 19
L I N D I N
17
og ég hefi elskað yður«. Söngur, bæn og sakramenti
er nú hér lífsins brauð samfara svalalind guðs heilögu
orða. Endurnærður f anda gengur svo hluttakandinn
úr húsi drottins, og eftir hvíld og hugsvölun helgi-
dagsins gengur hann að köllunarstarfi virku dagana,
viðkvæmari fyrir guðs vilja og glaður í von og trausti
til hans. En heimsandinn er líkur því, sem áður var;
verkanir hans enn líkar, og sá, er verður fyrir þeim,
verður á ný að koma í helgidóm guðs til eiidur-
lífgunar.
Nú hefir verið reynt að lýsa verkefni og áhrifum
guðsþjónustunnar í kirkjunni. Auðvitað nær hún ekki
allstaðar þessari hugsjón og getur jafnvel orðið mis-
brúkuð eins og allt annað gott. En samt sem áður
hafa áhrif guðs anda gegnum hana orðið svo mikil
og blessunarrík, að hún má með engu móti missast,
nema annað komi jafngilt í hennar stað til sömu
verkana; en hvað ætti það að vera? Iteyndar heyrði
ég, fyrst er fráhvarfið frá kirkjuguðsþjónustunni tók
að hæra á sér, lekið svo til orða: »Eg hefi nóg af
góðum guðsorðabókum heima; þarf ekki að sækja
þessháttar í kirkju«. En hvernig hefir farið? Heim-
ilisguðsþjónustan eftir góðu guðsorðabókunum, sem
óneitanlega eru rnargar til, fallið niður á eftir kirkju-
sókninni. Takið húslestrana almennt upp aftur og vand-
ið til, að allt heimilisfólkið hlýði á þá og njóti næðis
á meðan, þá mun lifna yfir kirkjusókninni aftur. —
Aftur segja aðrir: »Maður þarf ekki að fara til kirkju
til þess að nálgast guð. Er ekki »guð allstaðar ná-
lægur, getur ávalt hjálpað og hegnt, lífgað og deytt«,
segir biblían«. Jú, vissulega svo, en hins vegar er að
gæta, að vér, fráhverfir menn, erum ekki alltaf né
allstaðar jafn meðtækilegir fyrir nálægð guðs og áhrifa
anda hans, hefir verið minnst á það hér að framan —
og máske verður vikið að því aftur — hvernig kirkju-
gangan bætir úr því. Eg vil ekki gcra lítið úr þeim