Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 73
L I N D I N
71
um öðrum börnum? spyr læknirinn. Skólastjórjnn
lítur yíir hópinn. Honum verður litið á eina stúlk-
una og sér að hún náfölnar. Svo leggur hún hægri
hönd á brjóstið. Nú horfir læknirinn á hana. Hún
var heldur kjarkleysisleg, en slóð nú upp, gekk ein-
beittlega fram á gólfið og sagði: »Eg skal gjöra það,
herra læknir«. »Heldurðu að þú fáir leyfi foreldra
þinna?« ».Tá, það er ég viss um. Þau eru reyndar bæði
dáin, en bróðir minn, sem ég er hjá, mun fúslega
gefa leyfið«. —
Stúlkan lét gjöra á sér læknistilraunina og varð
mikið veik. En henni hatnaði þó, og fyrir reynslu
hennar frelsuðust öll hörnin í þessu þorpi og víðs-
vegar um lönd frá því að þjást af drepsóttinni og
deyja.
Er hún kom aftur í skólann, kallaði skólastjór-
inn hana inn á kennarastofu og sagði svo við hana
einslega: »Eg hélt þú værir heldur huglítil, Soífa litla,
hvernig gatstu þorað þetta«? Stúlkan lagði hægri
hönd á brjóstið og sagði: »Ég er með krossmark á
brjóstinu. Pabbi gaf mér þenna silfurkross til þess að
minna mig á að vera hugrökk og hjálpa öðrum. Ég
man svo vel, þegar hann gaf mér þenna silfurkross
og hvað hann -sagði þá við mig«. Og svo sýndi hún
skólastjóranum lítið krossmark.
Hvað var það, sem innrætti litlu stúlkunni hug-
rekki kærleikans? Var það krossmerkið? Nei, eigin-
lega ekki. En ósvnilegur kraftur l'rá Kristi. Þegar
reynir á hugrekki yðar eða aðra dyggð, leggið þá
hægri hendina á brjóstið og vitið, hvort þið finnið
ekki krossmerki, sem guð hefir skrilað þar með fingri
sínum lil þess að minna yður á að feta í lótspor
Krists. í lieilai/ri skirn var gjörl lákn krossins á brjúsl
gðar. Hugsið oft um þetla, og kraftur hins ósýnilega
guðs, geislinn að ofan, mun æíinlega blessa yður. Amen,