Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 22
20
L I N D I N
er það, að ég veit ekki ai' neinum stað í kirkjulög-
um vorum, sem heimili presti þessa hvíldarráðstöfun
fyrir sig. Eg held að presturinn eigi, svo sem kraftar
hans leyfa, að vera viðbúinn á hverjum helgidegi að
hafa guðsþjónustu með söfnuði sínum. í annan stað
er það, að þessi mismunur helgidaganna vinnur að
vanhelgun þeirra allra. Menn sjá eigi þá rétthærri,
sem prestur eða söfnuður velur, og kirkjusamkoman
þá verður eins og tilbreyting frá öðrum fundahöld-
um eða skemmtisamkomum. Það ætti að vera guðs-
þjónusta í hverri kirkju landsins á hverjum helgi-
og hátíðis-degi ársins. En því er nú ekki að heilsa.
En þá samt það, ófrávíkjanlega, að guðsþjónustan sé
í fyrirrúmi á sínum stað fýrir öllu, sem ekki er jafn-
gildi hennar. Hún á daginn að fyllsta rétti, og hún
ætti að framkvæmast, ef nokkur vill koma til henn-
ar með presti sínum, þótt aðeins væri bænagjörð
bænag_jörð, minning orðanna: »Hvar sem tveir eða
þrír eru samankomnir í mínu nafni, þar vil ég vera
meðal þeirra«. Hver og einn ælti að mega hugsa sem
svo heima hjá sér á morgni messudags kirkju sinnar:
Komi ég til kirkjunnar í dag, þá læ ég þar hlutdeild
í guðsþjónustugjörð.
Til þess að guðsþjónustan haldi helgi sinni og
virðingu í hugum manna, verður að gera hana svo
veglega, sem föng eru til, en um fram alll hjartan-
lega. Kirkjan sé samboðin henni eftir mætti og helgi-
dómslega meðfarin. ÖII not hennar til veraldlegra
efna eyðir helgitilfinningunni. Hún verður og að hafa
þau þægindi fyrir gesti sína, sem þörf þeirra heimtar,
s. s. sæmilegan hita, birtu og eigi þreytandi sæti. En
það tel ég með því þýðingarmesta, að sem allra
flestir kirkjugestanna séu »verklega« hluttakandi í
guðsþjónustunni. Til þess er helzt söngnum að dreifa.
Hann á að vera safnaðarsöngur. En þá verður að
líta lengra. IJað þarf að vera slundað, miklu belur en