Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 87
L I N D I N
85
Aðalfundur
Prestafélags Vestfjarða.
Hann var að þessu sinni haldinn á Suðureyri í
Súgandafirði, í hinni nýreistu fallegu kirkju. Var fund-
urinn mjög vel sóttur og áhugi fundarmanna mikill.
Á fundinum ríkti eining og bræðralag og er áreiðan-
legt, að þaðan fóru allir fundarmenn með þakklæti í
huga fvrir ánægjulega samfundi og frábærar móttökur
Súgfirðinga. Sýndu þeir enn sem fyr fundarmönnum
mikla gestrisni og bróðurhug. Fundurinn hófst þriðju-
daginn 6. september kl. 1:J0 með guðsþjónustu í Suð-
ureyrarkirkju. Prédikaði séra Þorsteinn Jóhannesson
í Vatnsfirði og lagði út af Matth. 7. 7. En prófastur
Sigurgeir Sigurðsson þjónaði fyrir altari. í guðsþjón-
ustunni fór fram altarisganga, og tóku allir prest-
arnir, sem viðstaddir voru, þátt í henni.
Að aflokinni messugjörð hófust svo hin reglulegu
fundarstörf. Stjórnaði formaður félagsins séra Sigur-
geir fundarsetningarathöfn, las ritningarkafla (Jóh. lö,
1—17) og flutti bæn.
Þessir prestar mættu á fundinum:
Séra Sigurgeir Sigurðsson prófastur, Isafirði,
— Sigtryggur Guðlaugsson præp. hon. Núpi,
— Böðvar Bjarnason prófastur, Rafnseyri,
— Run. Magnús Jónsson, Stað í Aðalvík,
— Páll Sigurðsson, Bolungavík,
— Halldór Iíolheins, Stað, Súgandafirði,
— Þorsteinn Jóhannesson, Vatnsfirði,
— Einar Sturlaugsson, Palreksfirði,
— Sigurður Z. Gíslason, Þingeyri,
— Eiríkur .1. Eiríksson, Núpi,
— Jónmundur Halldórsson, Stað í Grunnavík, og
— Jón Jakohsson, Bíldudal,