Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 35
L I N D I N
33
rökkvað er og allt er kyrt og hljótt í bænum, og
hann segir:
»Eg man eitt kvöld við þitt móðurkné,
um myrkt og þegjandi rökkurhlé
— þú kunnir sögur að segja: —
»Eg horfði’ yfir björg og hvítan sand,
ég horfði’ yf’r á Zion og Kanaans-land,
ég horfði’ á guðshetjuna deyja«.
Og enn heldur hann áfram, og þar talar hinn
lífsreyndi maður, hinn sami og vér kynnumst í heit-
ustu trúarljóðum hans:
»IJá lærði ég allt, sem enn ég kann,
um upphaf og endi, um guð og mann
og lífsins og dauðans djúpin.
Mitt andans skrúð var skorið af þér,
sú skyrtan bezt hefir dugað mér
við stormana, helið og hjúpinn«.
Svo haldgóð reyndist honum hin fyrsta fræðsla,
sem hann hlaut, um lífið og tilgang allra hluta.
Eins og vonin er miklu fegri en vonleysið, gleðin
léttari en sorgin, svo miklu er lífsskoðun hins trúaða,
frjálsa og hjartsýna manns heilbrigðari og fegri en
skoðun bölsýnismannsins, sem aldrei skynjar lífið
öðruvísi en sem þjáning og finnur engan tilgang í
allri tilverunni. Hvílík hvíld og andleg upplyfting að
verða fyrir áhrifum frá þeim mönnum, sem svo eru
bjartsýnir, að jafnvel sorga- og i-eynslu-skýin séu gerð
að voldugum englavæng_jum, sem skyggja á sólina rétt
í svip, en allt um kring ómi lífið af lofsöngvum yfir
dásemdum Drottins. Slíka sýn sér sr. Matthías fyrir
tilstyrk trúarvissu og trúargöfgi sinnar. Það mun hans
eigin sannfæring, sem birtist í þessum erindum:
3