Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 36
34
L I N D I N
»— Og glaðar sálir sjá þar englavængi,
er sólu skýla ský, og heyra í lofti:
Halleliija! — Því hvað er mannsins mein?
Hverfandi ský á hveli fleygu stunda!
Hann er á heimleið, guð á allar götur.
Leiðin er löng, en heim kemst hver um síðir«.
Það er enginn kvíði né sálarkuldi hjá þeim, sem
slíka hugsun elur. Það er enginn herskjalda fyrir
sorgum lífsins, syndum og böli, sem á þvílíka bjart-
sýni og trú. Það kom sér vel fyrir sr. Matthías að
eiga þá bjartsýni og trú, sem varpar geislum inn í
musteri sorgarinnar. Ilann átti þar leiðir um, eins og
ileiri, og þurfti á stuðningi að halda og ljósi, sem
lýsti veginn.
Honum var mikið gefið, en það var líka mikils al'
lionum krafizt. Hann varð að bergja sinn sára sorg-
arbikar. En það er með hann eins og með slærstu
guðmenniu, að hann er mestur í þyngstu rauninni.
Á stóru augnahlikunum þekkjum vér manninn bezt.
Að vísu fór sr. Matthíasi eins og oss fleirum, að
honum hvarflaði í hug að mögla, og lífið missti ljóma
sinn og fegurð, en það var aðeins í svip.
í minningarljóðunum eftir aðra konu sína, Ing-
veldi Ólafsdóttur Johnsen frá Stað á Reykjanesi, sem
hann unni hugástum, en missti eftir rúmlega tíu
mánaða sambúð, kemst hann svo að orði, þegar
hann minnist hins sorglega atburðar, þar sem hann
stendur yfir líki hennar:
»Gekk ég að sænginni, stóð þar um stund
og starði’ út í eilífan geiminn;
ó, hvað mig langaði að iljúga’ á þinn fund
og fá þá að skilja við heiminn!
En dauðaþögnin sem þruma kvað:
Er þetta’ ekki vegurinn? Skilurðu ei það,
auminginn, gálaus og gleyminn ?