Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 52
50
L I N D I N
raunar öllum hlutum) sé ætlað að verða eitthvað
sérstakt. A æðri tilverusviðum erum við öll í raun
og veru það, sem oss er ætlað að verða. í »heimi
frummyndanna« (»the world ofthe archtypes«) er það
takmarkfyrirfram ákveðið, sem oss 'er, hverjumfyrirjsig,
ætlaðað keppaaðí reynsluskóla hins daglega lífs. Ein-
um er t. d. ætlað að verða skáld eða listamaður; öðrum
er ætlað að verða vísindamaður eða heimspekingur;
hinum þriðja er ællað að verða mikill athafnamaður
og brautryðjandi á einhverju ákveðnu sviði. Nú ligg-
ur það í augum uppi, að listamanns- eða skáld-sálin
svarar öðruvísi ytri áhrifum, vinnur öðruvísi úr reynslu
sinni en t. d. sál þess manns, sem er gædd vísinda-
eðli eða eðli heimspekings. Tilfinningamaðurinn lítur
lífið og tilveruna alt öðrum augum heldur en sá
maður, sem er fyrst og fremst kaldur skynsemis-
maður. Og þannig mætti lengi telja. Sannleikurinn er
sá, þó undarlegt kunni að virðast í íljótu bragði, að
framtíðin hefir áhrif á og mótar nútíðina að meira
eða minna leyti. Nútíðin verður að lúta aðdráttarafli
framtíðarinnar engu síður en jörðin verður að lúta
aðdráttarafli sólar eða tungls. Oft er það því svo, að
yfírsjónir manna standa í órjúfanlegu sambandi við
það, sem hest er og sterkast f þeim, og á að verða
kóróna þeirra í framtíðinni'. Tökum t. d. tilfinninga-
manninn, sem ann mörgum konum og kemst ekki
hjá því að valda einhverjum þeirra þjáningum. —
Það á fyrir honum að liggja að verða í framtíðinni
elskhugi als lífs, allrar tilveru. Er sanngjarnt að
krefjast þess af honum, að hann ráði þegar frá upp-
hafi við jafn stórkostlegt hlutverk? Hinar persónulegu,
eigingjörnu tilfinningar eru sá jarðvegur, sem hinn
andlegi ótakmarkaði kærleikur á að spretta upp úr.
Þær eru óhjákvæmilegur áfangi á leiðinni...
Eg gat þess í upphafi máls míns, að reynslan
sýndi, að það væri síður en svo grandvarasta og