Lindin - 01.01.1938, Qupperneq 56
L I N D I N
54
hugasemdum, sem ýmist eiga rætur sínar að rekja
til hermihneigðar eða lítilmannlegrar löngunar til að
lííta ljós sitt skína á kostnað annara. Hór er að vísu
ekki um stórar syndir að ræða. En þessi leiði vani
verður þó til þess að smásýkja og eitra hugarfarið
hægt og hægt, án þess að eftir sé tekið. í stað eining-
artilfinningar, sem leitast jafnan við að horfa í gegnum
huga og tilfinningar annara manna, til þess að kynn-
ast þann veg viðhorfi þeirra til hlutanna, kemur ein-
hliða sjónarmið sérhvggjunnar, og menn verða að
einskonar dómasjálfsölum, þar sem ekki þarf annað
en snúa einhverju handfangi, til þess að vélin skili
einhverri ákveðinni mynt: fyrirfram ákveðnum, óhugs-
uðum sleggjudómi! Sálarlífið þrengist smámsaman
og verður meira og rneira vélrænt og ósveigjanlegt.
En samfara dómhörkunni og dómgirninni í garð ann-
ara er æfinlega dómgreindarskortur gagnvart hinum
sjálfskipaða, stranga dómara sjálfum. Hann dæmir
aðra heimskulega liart, en sjálfan sig heimskulega
vægt. En það, sem er alvarlegast og örlagaríkast í
þessu sambandi, er það, að hinn dómharði maður
forherðir hjarta sitt gagnvart öðrum og verður verri
maður og óvitrari. Hann fjarlægist meir og meir hið
milda og þjála fyrirgefningarhugarfar, og jafnveí hið
góða, sem hann kemst ekki hjá að sjá í fari annara
manna, myrkvast og missir gildi sitt í augum lians
og verður að einskonar hjáleigu frá höfuðbólinu:
hinu illa, sem liann sér svo mikið af í mönnunum.
Og þó mun það vera svo, að llest af því, sem hann
fordæmir mest í fari annara, mun hann geta fundið
hjá sjálfum sér, ef hann leitar vel. En þar heitir það
einhverjum öðrum nöfnum.
Vér höfum nú að nokkru athugað þenna leiðin-
lega löst: dómgirnina, sem leiðir af sér illt umtal og
ómilda dóma. Vér höfum komist að þeirri niður-
$töðu, að þessi löstur sé ekki aðeins ljótur og leiður.