Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 119
L I N D I N
117
bæri söngkennari starfað: Á ísafirði, í Bolungavík og
á Patreksfirði, er þar mikið menningarstarf og gleði-
legt að víða ern prestarnir öflugir þálttakendur í því
starfi. ___________
Séra Run. Magnús Jónsson mun nú láta að fullu
af preststörfum um áramótin. Hefir hann nú þjónað
Staðarprestakalli í Aðalvík í 33 ár. Hann er 74 ára
gamall, en er þó enn ern og við ágæta heilsu, hress
og reifur í máli og ekki í neinum vandræðum að
koma fyrir sig orði, sem áður, ef á þarf að halda.
Hlýlega tala Aðalvíkingar um hinn aldraða prest sinn,
og vel her hann þeim söguna, sbr. grein hans hér í
ritinu. »Lindin« óskar þess að æfikvöldið megi verða
honum friðsælt og fagurt.
Séra Halldór Kolbeins dvelur um hríð í Vest-
mannaevjum og þjónar þar fyrir séra Sigurjón Árna-
son, mág sinn, sem kallaður liefir verið til að gegna
prestsþjónustu í Reykjavík. Ovíst er, hve lengi séra
Halldór Kolbeins verður í Eyjum, en heimkomu hans
munu allir fagna________________
Á Safnaðarfundi, sem nýlega var haldinn á Suð-
ureyri, kom í ljós, 'að hin einasta skuld, sem hvílir
á hinni nýju, fögru og vönduðu kirkju, sem byggð
hefir verið fyrir samskota- og gjafa-fé, er kr. 103,0.").
Þrekvirki Súgfirðinga mun lengi í minnum haft.
Hinn nýi prófastur í Vestur-ísafjarðarprófastsdæmi
vísiteraði kirkjur prófastsdæmisins í septembermán-
uði s. I. — Nýlega fór prófastsvísitasia fram í Hóls-
prestakalli, Stað í Aðalvík, Hesteyri, Stað í Grunna-
vík og Furufirði.
Það eru eindregið og vinsamleg tilmæli ritnefndar
»Lindarinnar« að prestar á Vestfjörðum og aðrir út-
sölumenn geri sitt ítrasta til að útbreiða ritið og geri
skil eins fljótt og auðið er. Rilið kostar eins og áður