Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 107
L I N D I N
105
K. V., leituðu samvinnu um ýms mál við önnur félöí>,
L-d. ungmennafélög, bindindisfélög, kvenfélög, skáta-
félög o. s. frv. Öll þessi félög vinna að bættu upp-
eldi, aukinni menningu og etlingu siðgæðis. Lað virð-
ist ekki ósennilegt, að meira gæti áunnist, el' kraft-
arnir væru sameinaðir ennþá betur heldur en nú á
sér stað.
Væri ekki skynsamlegt að eí'na til fulltrúafundar
fyrir öll félögin, þar sem rætt væri um, hvernig sam
vinnu skyldi hagað um sameiginleg áhugamál?
B. IJ. J.
íslendingar og Færeyingar.
»Svo brosandi blítt,
svo blikandi frítt
og freyðandi, seiðandi fimbulvítt;
með boppandi, hoppandi bárur smá
og brakandi skekandi fjöllin há.
Þú hreifst mig í æsku, er ég horfandi lá
og hverfula, töfrandi leikinn sá.
Þá festi ég yndi við ögur
því kvöldgolan kvað við raust
og bvlgjurnar sögðu mér sögur
um alt, sem er endalaust«.
Veitstu það, lesandi minn, hversu Færeyjar eru
yndislegt land, hve íbúunum þykir vænt um það, eru
hreyknir a’f því, svo sem birlist í þessu fagra ætt-
jarðarljóði þeirra, sem vísa þessi er tekin úr? Veitstu
hve ljóðin þeirra eru fögur, trú þeirra heit, þrek
þeirra í örðugri lífsbaráttu aðdáanlegt? Veitstu hvílík