Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 28
L I N D I N
20
Legar hann virðir fyrir sér fimbulveldi velrarins, sér
hann í leiftursnöggri sýn andstæðurnar miklu, smæð
mannsins annarsvegar, en mikilleik nálliirunnar og
dýrð guðs á hinn hóginn. Honum ógnar að vísu höl-
magn íssins — veit að hann er óvin alls, sem lifir,
og að enginn mannlegur máttur megnar neitt gegn
honuin. En liann finnur skjól, jat’nt fvrir ógnum
íss sem annarra erfiðleika, og hann leilar þangað
óðar sjálfur og bendir öðrum að fvlgja dæmi sínu.
Hann segir:
»Hel og fár þér finnst á þínum vegi;
fávís máður, vittu, svo er eigi,
haltu fast í herrans klæðafald!«
Þegar þeirri höfn er náö, og í það skjól er komið,
finnur hann sig gripinn sömu tilfinning og hebrezka
sálmaskáldið, er kvað endur fyrir löngu: »Hafi ég
þig, ó guð, hirði ég ekki um neitt á jörðu«, og hann
heldur áfram:
»Lát svo geysa lögmál ljörs og nauða,
lífið hvorki skilur þú né hel:
Trú þú: — upp úr djúpi dauða
drottins rennur fagrahvel«.
1 þessum ljóðlínum getum vér sagt aö felist trúar-
játning sr. Matthíasar. Hún er ekki margbrotin, en
hún er því hlýrri og öllum auðskilin.
II.
Matthías Jochumsson er fæddur 11. dag nóv. 1835
að Skógum í Horskafirði í austanverðri Barðastrand-
arsýslu. Hann er af fátæku foreldri kominn og alinn
upp við misjöfn kjör. Ellefu ára gamall kveður hann
heimili foreldra sinna og er fyrst eitt ár sem smali
og léttadrengur á hæ skammt frá Skógum, en er
síðan þrjú ár hin næstu á vist með móðurbróðuf