Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 88
8fi
L I N D I N
Ennfremur mætlu á fundinum þeir séra Þorgrímur
Sigurðsson að Grenjaðarstað og Jónas Jónsson íþrótta-
kennari frá Brekkukoti í Suðurþingeyjarsýslu, báðir
á vegum Prestafélags íslands.
Eftir að prófastur séra Sigurgeir Sigurðsson hafði
sett fundinn, minntist hann hins látna prófessors og
vígsluhiskups Sigurðar P. Sivertsen. Ennfremur minnt-
ist hann frú Guðrúnar Lárusdóttur og fór um hana
viðurkenningarorðum og störf liennar í þágu kirkju
og menningarmála þjóðar vorrar. Bisu fundarmenn
úr sætum í viðurkenningarskyni við minningu hinna
látnu.
Þá minntist formaður á það, að eins og fundar-
mönnum væri kunnugt, liefði prófastur séra Sigtrygg-
ur Guðlaugsson á Núpi látið af störfum, og taldi
hann skylt og sjálfsagt að veita honum þann mesta
heiður, er félagið hefði yfir að ráða, með því að gera
hann að heiðursfélaga Prestafélags Vestfjarða. Las
hann í því sambandi upp ávarp til séra Sigtryggs.
Samþykkti fundurinn í einu hljóði ávarpið, sem prent-
að er á öðrum stað í »Lindinni«, og stóðu menn
upp í virðingarskyni við hinn mérka starfsbróður
sinn. Þakkaði séra Sigtryggur [)enna virðingarvott
með hjartnæmum orðum og bað starfsbræðrum sín-
um og félaginu í heild blessunar drottins. Formaður
minntist þess einnig, að séra Böðvar Bjarnason á
Bafnseyri hafði verið kjörinn til prófasts í stað séra
Sigtryggs, og ó'skaði hann og aðrir fundarmenn séra
Böðvari til hamingju með hina nýjui virðingarstöðu.
Fundurinn minntist og cand. theol. Sigurbjörns Á.
Gíslasonar og vottaði honum samúð sína í hans djúpu
sorg, með hlýjum samúðarorðum í símskeyti stíluðu
frá Prestafélagi Vestfjarða.
Að þessu loknu tilnefndi form. séra Pál Sigurðs-
son í Bolungavík sem lundarstjóra og hað hann að
taka sér ritara. Tók séra Páll þegar við fundarstjórn