Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 98
96
L I N D I N
Merk og göfug kona.
Fáar íslenzkar konur munu njóta jafn mikils
trausts og virðingar erlendis og frk. Ingibjörg Ólafsson.
Hefir hún hvarvetna komið fram landi sínu og þjóð
til mikillar sæmdar, svo að vert er að minnast. Hún
liefir nú um allmörg síðari ár dvalið í Englandi og
þá aðallega í Lundúnum. Starf frk. Ingihjargar er
mikið og margþætt. Er hún mikil starfskona og undra-
vert, hve miklu verki hún fær afkastað. Allt starf
hennar er í þágu menningar-, trú- og siðferðismála.
Er hún ein þeirra, sem heitir sér fyrir og tekur þátt
í starfinu gegn »hvítu þrælasölunni«, sem er einhver
ömurlegasti skugginn, svartasti bletturinn á mann-
kyninu á vorum dögum. Sem dæmi þess hve mikils
trausts frk. Ingilijörg Olafsson nýtur má geta þess, að
fyrir nokkru var hún fulltrúi Englendinga á mjög
mikilvægum fundi í sambandi við þjóðabandalagið í
Genf. Hún vinnur einnig að friðarstarfsemi, Enn er
hún mikilvirk sem rithöfundur. — Hún á mikinn
áhuga fyrir öllum framfara- og velferðamálum íslands
og fylgist ítarlega með öllu því, sem gerist hér heima.
Mistökin hjá oss eru henni sársaukaefni, en hún fagnar
hverju framfaraspori, er þjóðin stígur, og hverjum sigri
hennar. — Oþreytandi er hún í því verki að greiða
fyrir íslendingum, sem til Lundúna koma, enda leitar
fjöldi þeirra á hennar fund, a. m. k. þeir, sem við
einhverja örðugleika eiga að etja. A hún bæði vilja
og sérstaka hæfileika til að leysa vandræði manna
og hefir á því sviði unnið stórfagurt verk.
Frk. Ingibjörg er orðin mjög kunnug mönnum og
málefnum í Lundúnum. Þekkir hún flestum hetur
hið margháttaða kristilega og kirkjulega starf í borg-
inni, og margir virðast þekkja hana, sem á þeim
sviðum starfa. Veitt gat hún mér aðgang að ótal mörg-