Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 47
45
L í N D 1 N
Dómar.
Síðan ég kom til vits og ára, sem svo er nefnt, hefi
ég löngum haft gaman af því að taka eftir öðrum
mönnum, athuga málfar þeirra og alla framkomu.
Stundum er gaman að vera áhorfandi og áheyrandi,
en fyrir kemur það og, að viðkvæmum manni verður
það hugraun, og jafnvel lítt bærileg kvöl. Eitt af því,
sem mér hefir þótt einna leiðinlegast að taka eftir í
fari manna, er ill umtal um aðra menn, — dóm-
girni, sem virðist vera einskonar »króniskur« sjúk-
dómur í sálarlífi alt of margra manna. Eg skal taka
það fram nú þegar, að með orðinu »dómgirni« á ég
við tilhneygingu lil vægðarlausrar gagnrýni, óvin-
gjarnlegrar útásetningarsemi, sem virðist jafnvel hlakka
yfir því, að fá tækifæri til þess að niðra náunganum
og fletta ofan af ávirðingum hans. IJegar ég lala um
»dóma« í þessu erindi, og um það að »dæma« — á
ég því fyrst og fremst við þá gagnrýni, sem er and-
úðarættar, óvingjarnleg og skilningssnauð, — ekki
hlutlaus og ópersónuleg. Því vitanlega geta dómar
verið fullkomlega réttlátir. Það er engin dygð að
segja það hvítt, sem er svart, eða að loka aug-
um sínum fyrir mótsetningu hins góða — því, sem
við köllum ilt. En hér, eins og alstaðar annarstaðar,
veltur alt á því, hvernig á málunum er haldið.
Dómar almennings eru venjulega fjarri því að vera
hlutlausir og ópersónulegir, og því síður vægir og
vingjarnlegir. Þeir eru, því miður, venjulega sama
sem þungar ásakanir. Þeir eru grjótkast! Þeir líkj-
ast yfirleitt mjög hinum pólitísku dómum, sem kveðn-
ir eru upp í blöðum stjórnmálaflokkanna og í sala-
kynnum Alþingis, og vita allir, hvernig þeir dómar
eru!
Eg sagði í upphafi máls míns, að ég hefði, mér