Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 29
L I N D I N
27
sínum, sr. Guðmundi Einarssyni á Kvennabrekku og
átti Jjar litlu ástríki að fagna, að sjálfs hans sögn, og
minni nærgætni og skilningi. Ilugði hann í lyrstu
gott til þeirrar ferðar, er liann fór til móðurhróður
síns. Dreymdi |)á fagra drauma um framtíð sína í
hinni nýju vist. En draumarnir rættust ekki og vistin
reyndist öll önnur, en hann hafði gerl sér vonir um.
Honum leiddist þar og leið illa, lærði fátt og tók
litlum framförum.
Þó föngin væru fá hjá þeim Skógahjónum og iðu-
lega þröngt í húi, var hinn andlegi arfurinn, sem
börn þeirra — 14 talsins — fengu, því meiri og hetri.
Foreldrar sr. Matthíasar voru af góðum komin í ætt-
ir fram, t. d. faðir hans af þeim Birni ríka, en móðir
hans hafði kyn til ýmsra mætismanna í Breiðafjarð-
areyjum og lengra aftur til sr. Jóns skálds á Bægisá,
Þorlákssonar. Voru ýmsir móðurfrændur hans skáld-
mæltir, eins og t. d. móðurafi lians, Einar, faðir sr.
Guðmundar á Kvennahrekku. Má því vera, að Matt-
hías sæki skáldgáfu sína til móðurfrændanna langt í
ættir fram. En vel hefir hann ávaxtað sitl pund, og
heilræði þau, sem móðir hans hefir gel’ið honum
sem sveini heima í Skógum, hafa fallið í hina heztu
jörð. Er það hvorttveggja að sveinninn hefir verið
góðum gáfum gæddur, og eins það, að fyrstu áhrifin,
sem mótuðu sál hans, hafa verið holl og góð. Móðir
hans, Þóra Einarsdóttir, hefir án efa verið hvorttvéggja
í senn, mikil kona og góð. En sérstaklega hefír hún
verið góð móðir. Enda mun og fáum mæðrum fegri
lofgerðaróður sunginn hafa verið en móður sr. Matthí-
asar. Mun það allsönn lýsing á henni, sem heimilis-
vinur hennar, sr. Olafur E. Johnsen, prófastur á Stað
á Reykjanesi gefur Matthíasi af henni síðar: »Gáfur
og lipurð, þrek og sjálfsafneitun móður þinnar var
með afhurðum«, sagði hann. »Mátti luin eins hafa
verið drottning eða amtmannsfrú eins og kona föð-