Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 48
46
L I N D I N
til mikillar raunar, tekið eftir því, að yflrleitt töluðu
menn illa hver um annan. En ég hefi líka tekið eftir
öðru í þessu sambandi. IJví fer fjarri, að það sé besta
og í alla staði ráðvandasta fólkið, sem temur sér ströng-
ustu dómana. Mætti þó ætla, að þeir menn, sem
virðast gera miklar kröfur til annara um siðferðilega
breytni og hegðun alla, væru sjálfir lýtalausir eða
lýtalitlir, og gerðu að minsta kosti ekki minni kröf-
ur til sjálfra sín en til annara. En þessu virðist jafnvel
oft vera alveg öfugt farið. Dómharðasta fólkið er oft
og einatt mestu gallagripirnir. Og er engu líkara en
að dómharka þess sé stundum einskonar hlæja, er
það varpar yfii- alskonar veilur og sora í sinni eigin
skapgerð, til þess að fela það hvorttveggja sjónum
manna og halda sjálfum sér til, ef svo mætti segja, í
siðferðilegum skilningi. Vægðarlausir áfellisdómar yfir
öðrum eru venjulega meira eða minna dulbúið sjálfs-
hrós. IJarf ekki annað en minna á bardagaaðferðir
stjórnmálamannanna þessu til staðfestingar. — En
nú er komið að því, að skera þarf úr, hvort yfirleitt
sé rétt að dæma (þ. e. ásaka) nokkurn mann. Eg held
því hiklaust fram, að það sé aldrei rétt, og skal ég
nú til stuðnings mínu máli tilgreina veigamestu rök-
in, sem hér er um að ræða. Iíemur þá fyrst til álita,
hvort vilji mannsins er frjáls eða ekki. Eins og kunn-
ugt er, kemur mönnum ekki saman um það, og
skiftast menn aðallega í tvo flokka um það mál.
Annar flokkurinn heldur því fram, að viljinn sé al-
gjörlega frjáls. Eru þeir menn nefndir »indetermin-
istar« á erlendu máli. Hinn flokkurinn heldur því
aftur á móti fram, að viljinn sé ekki frjáls; hann
sé háður óteljandi ytri og innri orsökum. Þeirmenn,
er þennan flokk fylla, eru nefndir »deterministar«.
Ég get lýst því yfir nú þegar, að ég fylli þann flokk.
Mér er sem sé ómögulegt að skilja, að í lögbundinni
tilveru, þar sem alt er ein óslitin orsakakeðja, geti