Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 108
lOfi
L I N I) I N
snildar þjóð þeir eru? En þótt þú hafir vitað þetta
áður e. t. v., veitstu þá, hve heitt þeir elska ísland
og dást að öllu, sem fslenskt er?
Þegar ég var drengur, og færeysku sjómennirnir
á Vopnafirði »héídu hall«, sungu þeir hátt og fjörugt:
»íslandur er sá hesta landur,
sum sólurinn skínur á«.
Þessar línur eru meira en lofgjörðin um Island.
Hér er hin færeyska þjóðarsál að teygja arma kær-
leika og tilheiðslu utan um drotningu íslenskrar menn-
ingar, íslenska tungu. — Því að þetta er ekki
færeyska, heldur íslenska Færeyings, sem teygað hefir
karlmennsku og mátl íslenskrar tungu og vill hafa
allt í karlkyni. Þetta er hin heita þrá Færeyingsins
eftir samstillingu og samvinnu við íslenska menningu,
allt, sem íslenskt er.
Á uppvaxtarárum mínum voru Færeyingar fjöl-
mennir í Vopnafjarðarkauptúni. Skútur þeirra með
þöndum seglum þöktu fjörðinn. Fg var oft sendur
eða var í fylgd með öðrum til þeirra, lör út í skútur
þeirra og verslaði við þá. Þeir voru alúðin og gæðin
ein við mig svo mér þótti mjög vænt um þá. Stund-
um fengu þeir lánaða hesta og mörg voru samskiftin
góð. I kauptúninu bjó færeysk kona gift íslenskum
manni; var hún hin mesta sómakona og gestrisin.
Mörgum Færeyingum kynntist ég. Auðvelt var að tala
við þá, því að sumir þeirra töluðu nær góða íslensku.
Öll framkoma þeirra var svo með ágætum sakir
greiðvikni, hjálpsemi og sérhverrar góðsemi, að þeir
nutu almennra vinsælda, og þótti allt auðara og snauð-
ara, er þeir fóru á haustin.
Ég man ennþá mörg hin færeysku an’dlit, skegg-
vaxin, góðleg og heiðarleg í öllum svip. Myndi ég
þekkja þau aftur, ef ég skryppi einhverntíma til Fær-
eyja? Hversu margir eru á lífi þessara manna, er