Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 75
L I N D I N
73
smábörnum, að þau séu eins og hinir fullorðnu.
Barnið vantar einmitt það, sem enginn öðlast fyrr
en með nokkrum aldursþroska, nefnilega dómgreind
og valskynjun milli hins rétta og ranga. Þurfa börnin
því stöðugra leiðbeininga hinna eldri, vakandi ást-
ríkrar handleiðslu hinna fullorðnu á öllum þeirra
vegum um val leikja og verkefna. Hinir fullorðnu
þurfa að fylgja börnunum eftir og marka línu starf-
anna og gefa þeim tilgang, er börnin fmna, gleðjasl
af og hvetjist af til meiri starfa og síðan dáða.
Þegar verið er aö úthúða smábörnum fyrir strik
þeirra á götunni eða í búsasundum, verða menn að
minnast þess, að öllu þessu mátti afstýra, ef þessu
hefði verið fylgt eftir af foreldrum eða kennurum
eða einhverjum fullorðnum leiðbeinanda. Foreldr-
arnir þurl'a að stjórna tímum barnsins og hafa fullt
vald yfir allri rás þess frá morgni til kvölds. En
umfram alll þarf einkum móðirin að vera stöðugt
með börnum sínum, leika sér með þeim og starfa
með þeim. Við erum nú sammála um það öll, að
fyrsti og helsti uppalandi barnsins verði að vera
móðir þess og faðir eða þeir, sem í þeirra stað ganga.
Þetta eru menn sammála um á öllum fundum, þetta
segja nú uppeldisfræðingar einum rómi. Skólar og
kirkja verða aldrei annað en hjálparstartsemi við
bið ógurlega mikla og veglega hlutverk foreldranna
og heimilanna. Flestir eru nú sammála um það, að
fordæma með öllu þá leið, að hefja opinbert uppeldi
á barnaheimilum og láta það koma í staðinn fyrir
heimauppeldið.
En nú fer málið að vandast, þegar menn annars-
vegar staðfesta hin miklu uppeldisvandkvæði nútím-
ans og sjá hinsvegar enga leið aðra en að benda á
foreldrana sjálfa til að bæta úr ágöllunum. Já, for-
eldrana. Á þessu ári hefi ég heyrt á margar ræður,
þar sem harðlega er deill á foreldrana fyrir sinnu-