Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 104
102
L I N D I N
Kennarafélag Vesffjarða.
Formaður Prestafélags Vestfjarða hefir beðið mig
að segja hér frá Kennarafélagi Vestfjarða, og er mér
bæði ljúft og skyli að verða við þeirri bón. Sagan er
stutt og fljótsögð. Kennarafélag Vestfjarða var stofnað
22. maí 1934 af 18 kennurum á ísafirði og úr báð-
um Isafjarðarsýslunum. Ekki var þetta þó fyrsta
kennarafélag á Vestfjörðum. Kennarar í Vestur-ísa-
fjarðarsýslu böfðu með sér félag á árunum 1921—1930,
og kennarar á ísafirði stofnuðu félag með sér 1931,
sem starfaði á árunum 1931—1934.
Stofnfundurinn, sem haldinn var á Isafirði, sam-
þykkti I)ráðabirgðalög lyrir félagið og ákvað, að jafn-
an skyldi baldinn einn fundur á ári bverju, er stæði
3—4 daga. Páskavikan var valin lil þessara funda-
balda. Fundir bafa svo verið baldnir á þessum tíma
síðan, nema árið 1937, en þá hamlaði innfluensu-
bann fundarhaldi, og var fundurinn baldinn 12.—13.
júní það ár.
Mestur hluíi kennara á Isafirði og úr báðum Isa-
fjarðarsýslunum hefir verið í félaginu frá byrjun og
sótt fundi eftir fremstu getu. Ivennararnir á Patreks-
firði og Bíldudal hafa fullan hug á að bætast í hóp-
inn og sækja fund í vetur.
Mörg mál hafa verið tekin til umræðu og margar
tillögur samþykktar á fundum félagsins. Mest af því
hefir fjallað um uppeldi, kennslu og kennslutæki, eins
og að líkindum lætur, en sumt befir vitanlega varðað
kennarastéttina sjálfa.
Sumar af þeim tillögum, seni samþykktar hafa
verið, eru komnar í framkvæmd og aðrar eiga það
eftir. Eg býst þó við, að flestir félagsmenn séu sam-
máía um, að sá þáttur félagsstarfsins bafi verið
áhrifaríkastur, að á fundum þessum bafa kennarpr