Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 112
110
L í N D í N
Ég horfi á vinina hverfa
í hringiðu nýjungalífs,
hjartfólgna vini, sem voru
mér verðir geg\i hörmungum kífs.
Þó vinina sáran ég syrgi,
það sefar mitt harmþrungna líf,
að einhverjum öðrum þeir verða
athvarf og sálspillishlíf.
í janúar 1938.*
Magnús Jónsson, Skógi.
Bæn.
Þú voldugi, eilífi andi,
þú alheimsins skaparinn kær,
þú allífsiiis uppsprettuhrunnur,
þú ástar- og ljós-gjafinn skær,
þú sáandi vísdóms og vona,
þú verndari fallins og smáðs,
þú veitandi náða og nægta,
þú nærandi volaðs og hrjáðs.
0, veittu oss styrk til að starfa,
ó, styð oss í sérhverri þraut,
ó, hirt oss þinn leiftrandi ljóma,
ó, leið oss á sannleikans braut,
ó, gæddu oss kærleikans krafti,
ó, kenn oss að vona og þrá,
ó, gefðu oss lifenda lífið.
ó, lát oss þig allstaðar sjá.
í marz 1927.
Magnús Jónsson, Skógi.