Lindin - 01.01.1938, Síða 72
70
L I N 1) I N
an segir frá þorpi, sem drepsóttin hafði enn ekki
komið til. IJar átli heima vísindamaður, sem sjaldan
gekk um götur þorpsins, þvf að ef hann fór eitthvað
út frá rannsóknarstofunni sinni (en þar var hann
lengst af), þá fór hann út úr þorpinu til fjallanna.
Börnin í skólanum urðu ekki lítið hissa, er þeim
varð litið úl um gluggann og sáu lækninn koma (vís-
indamaðurinn var læknir). Hann gekk ósköp hægt.
Svo sveigði hann út af götunni. Nei, hann kemur
hingað inn sögðu hörnin. Læknirinn kom inn í skól-
ann. Börnin voru öll kölluð saman inn í stóra sal-
inn. Læknirinn tók til máls. Hann sagði börnunum
frá því, að nú væri von á veikinni til þorpsins og að
mörg börn mundu þá sjálfsagt deyja, nema hann
gæti komið í veg fyrir það. — En ég held, að ég hafi
fundið meðal, sagði læknirinn. En ég er þó ekki
alveg viss um það. ()g ef meðalið, sem ég er að
hugsa um, reynist ekki eins og ég held að það reyn-
ist, þá deyr sá, sem meðalið er sprautað í, miklu
kvalafyllri dauða heldur en þó hann fengi veikina. —
IJað er því í raun og veru miklu hættulegra að láta
sprauta í sig þessu meðali heldur en að fá veikina.
En annað mál er það, að reynist meðalið, eins og
ég vona að það reynist, þá getur það bjargað yður
öllum börnunum frá dauðans hættu, frá því að fá
veikina. Hefir nú eitthvað af yður börnunum vilja og
þor til þess að láta gjöra tilraun með sig með leyfi
foreldranna.
Það varð dauðaþögn í salnum og enginn sagði neitt.
Það var svo hljótt, að glöggt eyra gat heyrt andar-
dráttinn og hjartsláttinn. Aldrei heflr verið meiri
þögn í neinum skóla.
Skólastjóri rís úr sæti sínu. Hann segir: Vill nokk-
urt barnanna gefa sig fram? Enginn hreyfir sig. —
Er enginn, sem vill leggja líf sitt í hættu til þess að
reyna að bjarga börnunum í þorpinu og fjölda mörg-