Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 100
98
L I N D 1 N
Og fyrir ýmsa yfirsjón og brot
ég iðrast nú ai' hjarta, fyrsta sinni;
en hefi engar hætur til að bjóða
og byggi á miskunn konungs allra þjóða.
Ég hygg, að vægðin meti mína synd,
því mildur Drottinn launar illt með góðu.
— O, þó að vonin verði stundum blind;
hún vængi ljær mér yflr Heljarmóðu.
Nú kallar feigð. — En fyrir handan »bilið«,
þar fæ ég meiri náð en ég á skilið.
Hreiðar E. Geirdal.
Kærleikur- ábyrgðartilfinning.
Ég átti eitt sinn viðræður við mann um trúarefni.
Greindi þar mjög á um skoðanir okkar og skilning,
að því er virtist, án þess að rökræður okkar leiddu
til samkomulags eða endanlegrar niðurstöðu.
Er við böfðum kapprætt nokkra stund, sagði ég
eitthvað á þessa leið: »Mér er nær að halda, að þú
innst inni meinir annað í raun og veru en þú heldur
fram um þessi efni. Gætir þú t. d. frætt börnin þín á
þennan hátt? Þyrðir þú að gefa þeim þessar skoðan-
ir þínar sem vegarnesti og leiðarljós fyrir lífið?
Maður þessi, sem var drengur góður, einlægur og
hreinskilinn, þagði um stund, en ságði síðan: »Nei,
það vildi ég ekki. Ég ætlast ekki til, að börnin mín
eignist mínar skoðanir um andleg mál. Nei, þrátt
fyrir allt vil ég, að þú eða þið prestarnir veitið þeim
leiðsögn í trúarefnum — því það er ykkar skylda«.