Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 42
40
L I N D I X
og ljósin gömlu að loga.
Nú átti ég sál, nú átti ég trú,
nú átti ég lök á að stríða
og birtunnar fullu að bíða«.
Hann sér sýnir. Lífsgáturnar ráðast og guðlegur
tilgangur ljómar bak við allar sorgir.
»Eg sá að Iífið var sameining,
ég sá, að vor andi lifir
í oss, undir og yfir.
Þótt ytra sé tál og umbreyting
er ekkert sem manni sýnist
og ekkert til það, sem týnist.
Því guð er allt, og hans Kristur kær
er kjarninn í vorum anda;
með bonum hefjumst vér handa.
Og einstaka lífið, það lifir og nær
til Ijósanna Furðustranda:
Svo leysist úr lífsins vanda«.
Hér höfum við skáldið og trúmanninn, sem horfir
úr sinni andlegu Hliðskjálf og hefir útsýn yfir allt
mannlífið. Og lífið horfir nú öðruvísi við en áður.
Sundin, sem áður virtust lokuð, eru nú opin og vitar
loga á öllum ströndum hins myrka sorgarhafs. Af
úfnu hafi mannlífsins sér hann hvern og einn leiddan
heilan í höfn. Og sú sýn vekur honum fögnuð í sál
og leggur honum þessa játning í munn, eftir fengna
reynslu fjörutíu ára:
Það, sem ég sárast syrgði fyr,
er sál rnína farið að kæta«.
Hann horfir ekki lengur með ugg eða kvíða fram
til hins ókomna. Hann er svo hjartanlega sáttur við
lífið og dauðann. Það, sem honum áður fannst um
megn að bera, er nú ekki lengur sorgarefni. Nei,
allt er himneskum friði laugað. Líf og dauði, dauðj