Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 74
72
L I N D I N
Mæðralaun.
Mikið er talað um uppeldisvandamálin nú á dög-
um, bæði í útvarpi, blöðum og á opinberum fundum.
Alyktanir eru gjörðar um nauðsyn þess að vanda
sem best uppeldi æskulýðsins, því að æskan er fram-
tíðin, en framtíð lands og þjóðar viljum við gjöra
sem glæsilegasta og bjartasta. Bent er þá á vand-
kvæði í uppeldismálunum, en þau eru einkum tvenns-
konar: 1) að börnin verði ekki fyrir nægum heil-
brigðum áhrifum trúar, siðgæðis og menningar í upp-
vextinum og fram til fullorðinsára. Því til sönnunar
er bent á hin hraðvaxandi afbrot barna og unglinga,
vaxandi tölu vandræðabarna og siðferðilega afmynd-
aðra, og 2) þegar svo börnin eru komin upp, tekur
við hið geigvænlega atvinnuleysi unglinganna. í stuttu
máli: Mönnum virðist viðhoríið í stuttu máli þetta:
Börnin hafa atvinnu að vísu, en fást við það, sem
þau mega ekki. Og þegar þau venjast af þessu, gera
þau ekki neitt. Auðvitað er þessi mynd, sem betur
fer, ýkt, en svona tala menn samt um ástandið al-
mennt, einkum í hinum stærri bæjum. En þótt draga
megi mikið úr þessu og telja megi mörg börn prýði-
lega vel alin upp, og þótt ennþá a. m. k. sjáist marg-
ar iðnar barnahendur í sveitum og þorpum þessa
lands, þá erum við sammála um, að yfirleitt sé upp-
eldi barnanna og atvinnu unglinganna ábótavant.
Aðalgallan á uppeldi barnanna tel ég þann, að börnin
eru of mjög, daginn út og daginn inn, ein út af fyrir
sig, sameinast í hópa að leikjum, er verða að til-
gangslausum ærslum; þaðan er svo skammt út í
innbyrðis væringjar og margt, sem börn mega ekki
aðhafast. Það er ómögulegt að saka börnin um þetta.
Því efnilegri sem þau eru, því framtakssamari eru
þau um verkefni. Það er ómögulegt að krefjast af