Lindin - 01.01.1938, Side 54
52
L I N D I N
umgekst ekki síst, heldur jafnvel einna helst, það
i'ólk, sem eitthvað haí'ði á orðið, — hina »bersyndugu«,
sem svo voru nefndir. Hann virtist hafa séð meira
í þesskonar fólki heldur en í þeim, sem heilagir og
flekklausir voru í augum manna, en voru þó oft ekki
annað í raun og veru en einskonar fagrar grafir, —
þ. e. a. s. fullir af óþverra og rotnun hið innra, þó
ytra borðið væri lýtalaust. Jesús Kristur kunni betur
við sig í hópi hinna »bersyndugu« heldur en í hópi
hinna »launsyndugu«. Hinir »hersyndugu« voru ekki að
villa á sér heimildir. Og alveg áreiðanlega hefir Jesús
veitt því eftirtekt, að þeir, sem eitthvað mikið verður
á, eru stundum miklu stærri menn að öðru leyti
heldur en hinir, sem altal' þræða þjóðveg viður-
kendrar siðfræði og trúarskoðana. Því hefir verið
haldið fram, og það er áneiðanlega rétt, að stórsynd-
ari er oft mjög nærri því að vera heilagur maður.
Eitt ódæðisverk getur stundum verið eins og síðasta
átak hins innra manns til þess að sprengja af sér
ijötra, einskonar neyðarúrræði að vísu, eða króka-
leið, en samt sem áður leið til þess að losna til fulls
við eiuhvern veikleika. í þessu sambandi dettur mér
í hug smásaga ein, sem ég hefi einhversstaðar lesið.
Faðir nokkur var að tala við börn sín og brýna fyrir
þeim ráðvendni í smáu sem stóru. Þau mölduðu
eitthvað í móinn og héldu því meðal annars fram, að
smáyfirsjónir skiftu ekki miklu máli; það væri nóg
að varast meiriháttar víxlspor. Faðirinn, sem var
vitur maður, bað þau að gera tilraun. Hann lét eitt
barnið taka upp einn stóran stein og setja hann á
ákveðinn stað. En hinum sagði hann að taka, hverju
fyrir sig, upp marga smásteina og láta þá á ákveðna
staði. Þegar börnin höfðu gert þetta, sagði faðirinn
við það barnið, er hafði tekið upp stóra steininn, að
fara og finna hann. Það gekk greiðlega. Steinninn
var stór og því ekki auðvelt að láta sér sjást yfir