Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 51
L I N D 1 N
49
minna en það, að reyna að setja sér fyrir sjónir, eins
skýrt og unt er, að maður sé orðinn einhver annar
maður. En hvað felst í því að vera orðinn einhver
annar maður? Ekki það, að þú sért skyndilega orð-
inn einhver annar maður með þína eigin fortíð, þína
núverandi skapgerð o. s. frv. Nei. Þú verður að hugsa
þér, að þú sért orðinn einhver ákveðinn maður með
h a n s eigin fortíð, h a n s skapgerð, h a n s umhverfi;
með öðrum orðum, að þú sért ekki lengur þ ú sjálfur,
heldur hann. Fyr hefir þú ekki sett þig í hans spor.
En ef þér tekst þetta fyllilega getur ekki hjá því farið,
að þú hljótir að komast að raun um, að þú hefðir
gert þig sekan um nákvæmlega hið sama, sem þú
hafðir ef til vill áður tilhneygingu til að ásaka Iiann
fyrir, meðan þú varst aðeins þú sjálfur, meðan þú
gast ekki hugsað með hans huga og fundið til með
hans tilfinningum. Þetta, að setja sig í annara spor,
er stundum kallað að samkenna sig öðrum, eða hal'a
samskynjun eða samvitund með öðrum. Hæfileiki
þessi, sem er einhver dýrmætasti hæfileiki mann-
legrar sálar, er ívaf og uppistaða allrar sannrar visku,
en liann gerir mönnum ómögulegt að dæma mjög
hart eða ásaka aðra.
Eitt af því, sem ruglar mjög dómgreind manna og
veldur oft óvægum og ósanngjörnum dómum, er til-
lnieyging sumra manna til að dæma aðra menn eftir
fortíð þeirra og eftir einhverju sérstöku, sem þeim
hefir orðið á. En það er til annar miklu réttari
mælikvarði á manngildið. Sá, sem hefir ráð á þeim
mælikvarða, dæmir menn eftir framtíð þeirra. Enski
rithöfundurinn Carlyle lýsir snildarlega þeim mæli-
kvarða, er hann segir: »Maðurinn er sá andi, sem
hann starfaði í, — ekki það sem hann var, heldur
það, sem hann varð«. Eg skal reyna að skýra þessa
hugsun: Því er haldið fram af sumum heimspeking-
um (þar á meðal af Plató) að öllum mönnum (og
4