Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 37
L I N D I N
35
Hann lýsir tilfinningum sínum á þessari þung-
hæru stund, með sinni frábæru orðfimi og snilli.
Allar hugleiðingar og heilabrot veita honum litla
fróun, en það er bænin, þá sem endranær, sem hann
ttýr til. Hann l)iður að vísu um það, sem mannleg
hyggja dæmir ómögulegt, hiður um að bikar sorgar-
innar megi líða hjá. En hann segir, að vonin um það
sé dáin, og honum finnst hann vera að gefast upp.
»Eg vissi engin tök á að stríða«, segir hann. En á
bak við allan vanmátt og tilfinning mannlegrar smæð-
ar vakir hin eilífa von og trú, sem varpar Ijóma á
allt sem lifir. Það er þessi tilfinning, sívakandi með-
vitund um guðleg afskifti af öllu í tilverunni, sem
gerir sr. Matthías, og þá aðra sem jafn bjartsýnir eru
og trúaðir, að einskonar lýsandi eldstólpa, sem fer
fyrir þjóðinni og hverjum einstaklingi hennar, þegar
rökkvar að.
Það er elskan til guðs og lotningin fyrir honum
sem hinu eina óumbreytilega, sem gerir sr. Matthías
að »guðlegu skáldi«, líkt og Hallgrím Pétursson, þótt
með nokkuð öðrum hætti sé. Tímarnir eru ólíkir,
sem þeir tveir menn lifa á. En báðir eru innblásnir
guðlegum anda og krafti. Og um sr. Matthías mætti
einnig segja hið sama og hann sjálfur kvað um Hall-
grím forðum:
»Hér er guðlegt skáld, er svo vel söng
að sólin skein í gegnum dauðans göng«.
Hitt verður tíminn, aldastundirnar, að s)rna, hve
lengi ljós hans logar til að bera birtu.
Ég hefi nefnt hér Hallgrím Pétursson til saman-
burðar við sr. Matthías, af því að hann er hið annað
mesta trúarskáld, er ég veit þjóðina hafa átt til þessa.
Báðir eru sannir guðstrúarmenn, en sitt með hvoru
móti. Sr. Matthías hefir jafnvel af sumum verið kall-
aður villutrúarmaður. Og líklegt þykir mér, að sr.
3*