Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 23
L I N D I N
21
nú er, að börn og unglingar æfi söngrödd sína og
læri sálmalög. Snúa verður sér til skólanna í því efni.
Séu kraftar í söfnuðinum til valins söngkórs, þá getur
hann alltaf verið leiðandi, og neytt sín vi<3 hátíðleg
tækifæri, þegar farið er með svo vandasamt verkefni,
að aðrir verða að þagna. Söngur hefir jafnan verið
einn megin þáttur kristilegrar guðsþjónustu, og það
að verðugu, því sannleikur er, að
»t»úsundir daga lioldið er haga
hvggur hezt sér,
geta líksl eigi guðs einum degi,
glaðir þá vér
lyftum í liæðir með heilögum söng
hjörtum úr veraldar umsvifa þröng«.
Auðvitað eykur það líf og kraft guðsþjónuslunnar,
að sem llestir sæki hana í hverl sinn. Menn njóta
uppörfunar hver af öðrum, eins og áður hefir verið
minnst. ()g verl er að minnast þess, að kirkjurækni
maðurinn vinnur eigi aðeins fyrir sig, heldur öðrum
líka til hlessunar með fordæmi sínu og samhygð.
Nú síðast sé guð heðinn að ávaxta og blessa veika
viðleitni vora að dýrka hann í anda og sannleika
með hug og hjarta í orðum og verkum. Það kenni
oss heilög kirkja hans. — Og síðasl hér orð skáldsins:
»1 kirkju þína kenn þú mér
að koma, drottinn, sem mér her,
svo hvert sinn, er eg héðan ler,
eg handgengnari verði þér«.
SigIryggur (iudlaugsson.