Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 66
64
L I N D 1 N
kostlegur vandi að vinna þetta verk og sérstaklega að
slétta úr blöðunum; þurfti t. d. oft að hita blöðin
að vissu hitastigi, áður en farið var að vinna við þau.
Enda gefur að skilja hve vandasamt slíkt verk er.
Bókfellið er um 1600 ára gamalt og blöðin tvö þús-
undasti hluti úr þumlungi á þykkt. En eigi að síður
tókst verkið aðdáanlega vel. Er handritið í því á-
standi sem það nú er í, þögull vottur um frábæran
hagleik og þolgæði þeirra handa, sem verkið hafa
unnið, og mun það verða komandi kynslóðum mikið
aðdáunarefni. Er handritið í tveimur mjög stórum
bindum. Letrið er rnjög greinilegt og skírt. Annað
bindið er opið í glerskríninu og lilasir þar »Faðir
vorið« við augum, eins og það er ritað í elstu mynd.
Eftir að húið var að slétla úr hlöðum handritsins
og hinda það inn, var hægt að byrja á því að vinna
að textarannsóknunum. Tischendorf Iiai'ði unnið mjög
mikið og mikilvægt starf á þessu sviði, en til þessa
hafði ekki yerið unnt að færa sönnur á og staðfesta
það, er hann hafði haldið fram. St. Pétursborg var
langt í hurtu og dýrt að ferðast þangað og dyelja
|iar til langframa, enda lagði enginn upp í þá för, að
Iíirsopp Lake prófessor undanteknum, sem fór þangað
tvívegis, bæði árið 1908 og 1911 til þess að taka ljós-
myndir af handritinu, og aðeins örfáir vísindamenn
sem sáu handritið öll þau ár (um 70 ár), sem það
var í rússneska ríkissafninu. — Tischendorf gerði í
rannsóknarstarfi sínu um 15000 athugasemdir við
handritið. Hafa þær nú verið athugaðar nákvæmlega
og hornar saman við frumtextann og er niðurstaða
þeirra rannsókna mjög Tischendorf í vil, ekki síst er
tekið er tillit til hinna miklu örðugleika, sem hann
átti við að stríða í þessu vísindastarfi sínu. En auk
þess hafa nú margar nýjar uppgölvanir verið gerðar
í rannsóknarstarfinu á »Codex sinaiticus« síðastliðin
4 ár. Hafa vísindamennirnir nú fundið nýja aðferð