Ný saga - 01.01.1988, Page 17

Ný saga - 01.01.1988, Page 17
TOGARAÚTGERÐ Á TÍMAMÓTUM tvær flugur í einu höggi; auð- velda starfandi togarafélögum og nýliðum að kaupa togara, en jafnframt að gera rekstrar- grundvöll þessara nýju at- vinnutækja álitlegri en ella.9 Stofnlánadeildin bauð upp á aðgengileg kjör. Lán voru veitt til 20 ára á 2,5% vöxtum, en á sama tíma voru almennir vextir um 6%. Einstaklingar, hlutafélög og samvinnufélög gátu fengið að láni 67% af kaupverði skipa. Sveitarfélög- um var boðið upp á enn betri kjör. Þau fengu 75% kaup- verðsins að láni. Onnur rekstrarform áttu raunar kost á 75% lánum, en þurftu þá að fá ábyrgð viðkomandi sveitar- félaga. Loks samþykkti Al- þingi þingsályktun árið 1946, þar sem ríkisstjórninni var heimilað að ábyrgjast eða lána 10% af kaupverði togara til fé- laga utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Með þessu voru alþingismenn að bregð- ast við miklum áhuga á tog- araútgerð á landsbyggðinni. Fyrirtæki utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar gátu þannig fengið allt að 85% lán á hag- stæðum kjörum.10 Rúmlega 30 nýir togarar komu til landsins á árunum 1947- 1949. Þar á medal var Egill Skallagrímsson RE 165, sem hér sést koma til Reykjavíkur í fyrsta sinn 18. júní 1947. Nýsköpunar- togararnir voru flestir rúmleqa 650 brúttórúmlestir ad stærð, eða helmingi stærri en gömlu togararnir. NÝSKÖPUN REKSTRAR- FORMSINS Árið 1946 var ríkisstjórnar- togurunum 32 úthlutað á grundvelli umsókna frá í des- ember 1945." Öll einkafyrir- tæki, sem á annað borð höfðu áhuga og fjárhagslega getu, fengu togara. En áhuginn lét á sér standa. Fáir einstaklingar voru reiðubúnir að freista gæfunnar þrátt fyrir einstakt góðæri undanfarin ár og stór- huga ríkisstjórn, sem gerði hvort tveggja í senn; samdi um smíði á togurunum og bauð öllum upp á hagstæð lán. Þegar öllu var á botninn hvolft keyptu nítján einkafyr- irtæki samtals 21 togara. Þar af voru sautján nýir togarar, sem ríkisstjórnin hafði samið um. Starfandi togarafélög á veg- um einkaaðila voru 29 talsins árið 1945. Aðeins fimmtán tóku þátt í nýsköpun togara- flotans. Þau áttu það flest sameiginlegt að standa á gömlum merg. Þannig áttu tíu rætur að rekja allt aftur fyrir 1930.12 Félögin fimmtán keyptu flest togara í samræmi við fyrri umsvif. En á því var þó ein undantekning, og það munaði um minna. Gamla stórveldið, hlutafélagið Kveldúlfur keypti aðeins einn togara, en hafði gert út hvorki meira né minna en sjö árið 1940. Félagið var stofnað árið 1912 og hafði lengst af verið umsvifamesta útgerðarfyrir- tæki landsins. Á árunum eftir stríð voru umsvif þess hins vegar ekki svipur hjá sjón. Fyrst um sinn gerði félagið út þrjá gamla togara, en fljótlega reyndist enginn grundvöllur fyrir rekstri þeirra. Frá 1950 var nýsköpunartogarinn Egill Skallagrímsson eini togari fé- lagsins í fullri útgerð. Fleiri gömu! félög máttu Togarar gerðir út árið 1945. Rekstrarform og dreifing um landið. Heimild: Þorleifur Óskarsson: Þættir úr sögu íslenskrar togaraútgerðar 1945-1970. Kandídatsritgerð í sagnfræði, H.í. 1987, 210. 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.