Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 80
Gísli Ágúst Gunnlaugsson
[mjj
í . | íjgjlfí'fa' 1 fl
Uml
um þörf fyrir tafarlaust kyn-
ferðissamband við ákveðinn
einstakling („a passion for im-
mediate sexual access to a
particular person“) og í þriðja
lagi um væntumþykju án
ástríðu („a state of mind and
not a passion — which is one
of settled and well-tried
mutual affection“).7 Stone
segir sagnfræðinga og mann-
félagsfræðinga sammála um
að rómantísk ást vari oftast
stutt og lýsi sér í óendanlegri
ástríðu til annars einstaklings.
Þetta hugarástand sé hins veg-
ar háð félags- og menningar-
legri mótun einstaklingsins og
komi því ekki fram í öllum
samfélögum. Jafnvel í þeim
samfélögum þar sem greina
megi merki slíkrar ástar í
mannlegu atferli geti hún
verið stéttbundin; einkum
bundin við yfirstéttirnar, sem
einar hafi tíma til að rækta til-
finningar sínar.8 Eftir að hafa
rætt mismunandi „tegundir"
ástar og hvernig þær hafi feng-
ið útrás á einstökum skeiðum
sögunnar kemst Stone að því
að ástin sé sannarlega ekki
óbreytanlegur áhrifavaldur í
sögunni.9
Nú á dögum er í vestrænum
samfélögum gengið út frá því
að rómantísk ást — í þeirri
merkingu sem Stone leggur í
hugtakið — sé í flestum tilvik-
um undirstaða hjónabands
eða sambýlis tveggja einstak-
linga. Jafnframt virðist al-
gengt að álíta að þessi „teg-
und“ ástar geti með tímanum
þróast yfir í þriðju „tegund-
ina“, sem Stone ræðir, þ.e.
væntumþykju án ástríðu.
Stone, og margir aðrir sagn-
fræðingar, telja hins vegar að í
samfélögum fyrri tíðar hafi
„rómantísk ást“ í nútíðar-
merkingu hugtaksins ekki
ráðið jafn miklu um makaval
og sambúðarform og nú til
dags. Þar sem þau form sem
„ástin“ fékk útrás í voru háð
félagsmótun og ráðandi sam-
félagsviðhorfum megi nota
í bændasam-
félaginu var
fjölskyldan
vettvangur
æxlunar og
framleidslu. Oft
var þröng á þingi
á heimilum. Þessi
enska
bændafjölskylda,
sem taldi þrettán
manns, bjó t.a.m.
aðeins í tveimur
litlum herbergjum.
Margir leituðu til
sístækkandi bæja
og reyndu fyrir
sér þar.
hana sem mælikvarða þegar
fjallað er um samfélagsþróun,
einkum hvað varðar stöðu,
hlutverk og mikilvægi fjöl-
skyldunnar í samfélaginu.
Þeir sagnfræðingar sem að-
hyllst hafa þá skoðun að ást í
merkingunni „rómantísk ást“
hafi einkum tekið að ryðja sér
til rúms við makaval í Vestur-
Evrópu síðustu 200 til 250 ár-
in virðast tengja þessa breyt-
ingu upphafi iðnbyltingar,
breyttum búsetuháttum í
kjölfar hennar og hnignun
fjölskyldunnar sem fram-
leiðslueiningar. Samkvæmt
kenningum þeirra var fjöl-
skyldan í bændasamfélaginu
vettvangur æxlunar („re-
production“) og framleiðslu
(,,production“). Hún var í
efnahagslegu tilliti ein mikil-
vægasta stofnun samfélagsins.
Með iðnbyltingunni og þétt-
býlismyndun varð fjölskyld-
an einkum vettvangur neyslu
og æxlunar (þótt mikilvægi
æxlunarhlutverksins minnk-
aði með dvínandi frjósemi).
Þar sem umráðaréttur yfir
landi, verkfærum og kvikfé
var ekki lengur grundvöllur
hjúskaparmyndunar höfðu
efnahagsleg sjónarmið ekki
lengur sömu áhrif á hjúskap-
arstofnun og áður. Þess í stað
lét fólk í auknum mæli tilfinn-
ingar sínar — ástina — ráða
makavali.10 Þegar fram í sótti
hafði sú samfélagsþróun sem
lýst er að ofan og vaxandi
áhrif ástarinnar á makaval í för
með sér grundvallarbreyting-
ar á stöðu og hlutverkum ein-
stakra fjölskyldumeðlima.
Þetta á ekki síst við um stöðu
konunnar, og hefur á þessari
öld leitt til nýrra viðhorfo ríl
kynhlutverka, a.m.k. í flest-
um vestrænum ríkjum.11
Ekki eru allir þeir sem ritað
hafa um ástina og hjónaband-
ið sammála kenningum og
78