Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 25
Þáttur talskynjunar í stafsetningarörðugleikum
23
að lesa séu oft sein til að læra að greina sundur málhljóð en nái þeim
hæfileika yfirleitt fyrir tíu ára aldur. Sennilega eru það aðrir þættir en
hljóðgreining sem valda lestrarerfiðleikum þeirra sem eldri eru þó að
þetta geti átt hlut að máli við upphaf lestrarnáms. Slíkir erfiðleikar
í upphafi lestrarnáms geta þó vissulega endurspeglast í frammistöðu
einstaklings seinna. Þó að hann hafi náð valdi á hljóðgreiningu hefur
sambandið milli hljóðgreiningar og lestrar ekki sömu stöðu í huga hans
og ef hann hefði haft gagn af því á meðan hann var að læra að lesa.
Hljóðgreiningin nýtist honum ekki við stafsetningu þó hann geti beitt
henni í hlustun. Þessi niðurstaða er áþekk niðurstöðu Nelsons (1980)
sem bar saman stafsetningarvillur fólks með sértæka lestrarerfiðleika
og vel læsra. Hún stakk upp á að sértækir lestrarerfiðleikar væru vegna
erfiðleika við samvirkni aðgerða eins og hljóðgreiningar, merkingar
rittákna og annars skilnings.6
HEIMILDIR
Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind. 1981. Sálfrœði: Hugur og hátterni. Mál og
menning, Reykjavík.
Baldur Sigurðsson og Steingn'mur Þórðarson. 1987. Hvemig geta böm lært stafsetn-
ingu? íslenskt mál og alntenn málfrœði, 9:7-22.
Bjöm M. Ólsen. 1889. Um stafsetning. Tímarit um uppeldi og menntamál, 11:3-24.
J. C. Goodmanog H. C. Nusbaum(ritstj.) 1994. Thedevelopmentof speechperception:
The transition from speech sounds to spoken words. MIT Press, Cambridge,
Massachusetts.
Halldór Halldórsson. 1971. íslenzk málrœkt: Erindi og ritgerðir. Hlaðbúð, Reykjavík.
Hurford, David P. og Raymond E. Sanders. 1990. Assessment and remediation of a
phonemic discrimination deficit in reading disabled second and fourth graders.
Journal of Experimental Child Psychology, 50:396-415.
Jörgen Pind. 1986. The perception of quantity in Icelandic. Phonetica, 43:116-139.
Jörgen Pind. 1993. Skynjun hljóðlengdar og aðblásturs í íslensku. íslenskt mál og
almenn málfrœði, 15:35-76.
6 „[... ] a possible cause of specific spelling retardation lies in the access to specific
semantic-graphemic information whilst the phonemic analysis of words and the know-
ledge of general phoneme-grapheme equivalences are intact" (Nelson 1980:493).