Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Síða 30
28
Eiríkur Rögnvaldsson
og/eða nafnhætti) auk sagnar í persónuhætti. Þá fáum við í fornu máli
margvíslegar setningar eins og sést í (2):
(2) a. Lýtingur af Sámsstöðum mun [Si hafa vegið hann og bræður hansl
(Brennu-Njáls saga, s. 243)
b. En ekki mun eg [Si benna mann séð hafa].
(Laxdœla saga, s. 1632)
c. Þorgilsi hafði [Si gefin verið öxi góðl
(Þorgils saga og Hafliða, s. 25)
d. Þykir mér þeir [s, illan mann hafa til fengið] ...
(Harðar saga og Hólmverja, s. 1289)
Þessar setningar eiga það sameiginlegt að auk sagnar í persónuhætti
hefur hver þeirra að geyma tvær sagnir í fallhætti, þ.e. nafnhætti eða
lýsingarhætti þátíðar. Önnur þessara sagna er hjálparsögn (hafa eða
vera), en hin aðalsögn {vega, sjá, gefa,fá); og allar þessar aðalsagnir
eru áhrifssagnir, taka með sér andlag. Til hægðarauka hef ég auðkennt
hjálparsagnirnar með feitu letri, aðalsagnimar með skáletri, en andlögin
em undirstrikuð.
í fyrstu setningunni er orðaröðin rétt eins og í eðlilegu nútímamáli;
aðalsögnin kemur á eftir hjálparsögninni, og andlagið þar á eftir. Allar
sagnir í setningunni taka því fylliliði sína á eftir sér (stjórna til hægri).
Þetta er oft kölluð „hrein VO-röð“.2 Þessu er þveröfugt farið í (2b). Þar
kemur andlagið fyrst, síðan aðalsögnin, og loks hjálparsögnin, enda er
röðin þar oft kölluð „hrein OV-röð“. Þá verður reyndar að athuga að
fyrsta sögn setningarinnar, sú sem er í persónuhætti, er undanskilin;
hún hefur fyllilið sinn á eftir sér (ef setningin hefði algerlega „hreina"
2 Á erlendum er málum röðin sögn — andlag yfirleitt táknuð VO, þar sem V táknar
sögn og O andlag. Öfug röð, þ.e. andlag á undan sögn, er táknuð OV. Hér á eftir
mun ég iðulega nota þessar skammstafanir. Þó er rétt að benda á að O stendur í þessu
samhengi ekki einungis fyrir andlög, heldur fyrir alla fylliliði sagna (complements),
þ.e. fasta fylgiliði sagnanna. Auk andlaga geta forsetningar- og atviksliðir stundum
verið fylliliðir með aðalsögnum, en hjálparsagnir taka sagnliði sem fylliliði. Þannig
eru hann og brœður hans og þenna mann fylliliðir aðalsagnanna vega og sjá í (2a-b).
Fylliliðir hjálparsagnarinnar hafa í þessum tveim dæmum eru sagnliðimir vegið hann
og brœður hans og þenna mann séð; og fylliliðir hjálparsagnarinnar munu í sömu
dæmum em sagnliðimir hafa vegið hann og brœður hans og þenna mann séð hafa.