Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 31
Breytileg orðaröð í sagnlið
29
OV-röð væri (2b) *En ekki eg þenna mann séð hafa mun). OV-röð í
fornmáli tekur því aðeins til sagnliða, en ekki til setningarinnar í heild
(IP/CP).
Setningar eins og (2b), með „hreinni“ OV-röð í sagnlið (þ.e. á eft-
ir persónuháttarsögninni), eru mjög algengar í forníslensku; en auk
„hreinna“ VO- og OV-raða er þar mikið um „blandaðar“ raðir, eins
og setningamar í (2c-d), þar sem hjálparsögnin treður sér milli aðal-
sagnarinnar og andlagsins. í (2c) hefur vera höfuðorð fylliliðar síns,
aðalsögnina gefa, á undan sér, eins og um OV-röð væri að ræða; en
fylliliður þessarar sömu aðalsagnar, andlagið öxi góð, er aftast í sagn-
liðnum, eins og í VO-röð. í (2d) tekur hjálparsögnin hafa höfuðorð
fylliliðar síns, aðalsögnina/d, næst á eftir sér, eins og í VO-röð; en
andlag aðalsagnarinnar kemur hins vegar á undan báðum fallháttar-
sögnunum.
í nútímamáli gilda aftur á móti nokkuð fastar reglur um röð sagna
í fallháttum og fylgiliða þeirra. Þannig má heita að röðin í (3a) sé sú
eina sem er tæk í 20. aldar íslensku:
(3) a. Ekki mun ég hafa séð bennan mann.
b. *Ekki mun ég hafa bennan mann séð.
c. *Ekki mun ég séð hafa bennan mann.
d. *Ekki mun ég séð bennan mann hafa.
e. *Ekki mun ég bennan mann séð hafa.
f. *Ekki mun ég bennan mann hafa séð.
En í fomu máli er fjölbreytnin greinilega miklu meiri. Hér hefur því
orðið setningafræðileg breyting sem forvitnilegt er að kanna nánar, og
við það verður fengist í þessari grein. Helstu spurningar sem leitað
verður svara við eru þessar:
(4) a. Við hvaða aðstæður geta tilbrigði eins og í (3b-f) komið fyrir?
b. Koma öll þessi tilbrigði fyrir í fomu máli?
c. Eru öll þau tilbrigði sem fyrir koma álíka algeng?
d. Eru öll tilbrigðin jafnrétthá, eða virðast einhver þeirra leidd af
öðrum?