Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 32
30 Eiríkur Rögnvaldsson
e. Er hægt að tala um einhverja grundvallarorðaröð í sagnliðnum í
fomu máli?
f. Hvers eðlis er sá breytileiki sem þama kemur fram?
g. Hvenær hverfa tilbrigðin í (3b-f) úr málinu?
h. Hvers vegna hverfa þessi tilbrigði?
í 2. kafla er leitast við að svara þrem fyrstu spurningunum. í 2.1
kemur fram að orðaröð af þessu tagi er skilyrt af því að í setningunni sé
a.m.k. ein sögn í fallhætti. I 2.2 eru síðan tekin dæmi um þau tilbrigði
sem fundist hafa, og sýnt að af mynstrunum í (3) koma öll fyrir nema
(3d). Einnig kemur þar fram að mynstrin eru mjög misalgeng, og (3a),
(3c) og (3e) eru margfalt algengari en (3b) og (3f).
í 3. kafla er fengist við næstu tvær spurningar, (4d-e). í 3.1 er bent á að
venjulega er gert ráð fyrir að ein og sama grundvallarorðaröð gildi fyrir
allar setningar málsins; því sýni sumar setningar grunnröðina beint, en
aðrar séu leiddar af henni með færslum. I 3.2 eru raktar hugmyndir
um setningafræðilegar breytingar, sem byggjast á endurtúlkun; einkum
hugmyndir Halldórs Ármanns Sigurðssonar (1988) um breytingar á
orðaröð í sagnliðnum í íslensku. í 3.3 eru settar fram efasemdir um
að hægt sé að gera ráð fyrir einni og sömu grunnröð í sagnlið í öllum
setningum í fornu máli, og í 3.4 eru færð rök að því að gera verði
ráð fyrir að bæði OV og VO hafi verið mögulegar grunnraðir. í 3.5 er
síðan sett fram sú kenning að „hausfæribreytan" (head parameter), sem
ákvarðar röð höfuðorðs (í þessu tilviki sagnar) og fylliliðar, hafi ekki
haft neitt gildi í forníslensku.
í 4. kafla er svo glímt við þrjár síðustu spurningarnar. í 4.1 er bent á
að breytileikinn virðist vera tilviljanakenndur að miklu leyti, og mis-
munandi raðir koma fyrir hlið við hlið í sama texta. í 4.2 er gerð grein
fyrir því að breytileikinn virðist vera nokkuð stöðugur í allt að sjö
aldir, allt fram á 19. öld. í 4.3 er svo bent á að hæpið er að telja allan
þann tíma breytingaskeið; breytingar af þessu tagi hafa gengið yfir á
mun skemmri tíma í skyldum málum, og breytingakúrfa sem næði yfir
þessar 7 aldir yrði mjög óvenjuleg. I 4.4 eru svo settar fram lauslegar
tilgátur um ástæður þess að mynstrin í (3b-f) hverfa snemma á 19. öld.
Að lokum eru niðurstöður svo dregnar saman í 5. kafla.