Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Síða 33
Breytileg orðaröð í sagnlið
31
2. Orðaröð fornmáls
2.1 Skilyrði fyrir breytileika
Eins og fram hefur komið taka sagnir í persónuhætti (þ.e. þær sem
standa í hjálparlið) ævinlega fylliliði sína á eftir sér í fornu máli;3 því
þarf a.m.k. eina sögn í fallhætti til að þessi tilbrigði geti komið fram.
Slík dæmi geta verið af ýmsum toga. Einföldust og algengust eru dæmi
með einhverri þeirra sagna sem venja er að kalla hjálparsagnir; munu,
skulu, hafa, vera, verða. Þannig fáum við dæmi eins og þessi:
(5) a. Eg mun Tbað sera1. (Ljósvetninga saga, s. 1661)
b. (að) Gellir mun [kominn vera]. (Króka-Refs saga, s. 1519)
c. (Og er) hann hefir íbað gert]... (Císla saga Súrssonar, s. 889)
d. (að) Grettir hafi (sterkastur verið á landinu]...
(Grettis saga Ásmundarsonar, s. 1043)
e. Hún var [honum gefin]. (Víga-Glúms saga, s. 1911)
f. (að) hann var [á land kominn]... (Grettis saga Ásmundarsonar, s. 1090)
En einnig koma sagnir fram í nafnhætti í fylliliðum ýmissa sagna,
s.s. núþálegra sagna, sagna eins og segja, biðja,þykja og margra fleiri;
og þar getur fylliliðurinn einnig komið á undan sögninni:
(6) a. (efi es má eigi [honum hjálpa]. (Flóamanna saga, s. 769)
b. Ekki vil eg þar [um tala]... (Bandamanna saga, s. 16)
c. Eigi vil eg [út ganga]... (Brennu-Njáls saga, s. 281)
d. Hún segir hann [heima vera]. (Fóstbrœðra saga, s. 804)
e. Húskarlbað hann [betta jnggja]... (Bjarnar saga Hítdœlakappa, s. 109)
f. (að) honum þótti [tvísynt verið hafa]...
(Finnboga saga ramma, s. 668)
1 Þetta er auðvitað einföldun, því að þegarbeitt hefur verið kjamafærslu (topicaliza-
tion) getur andlag staðið á undan sögn í persónuhætti:
(i) Þenna mann kenna þeir. (Króka-Refs saga, s. 1528)
I slíkum tilvikum er hins vegar hægt að sýna fram á að um færslu er að ræða, og
andlagið fer á eftir sögninni í gmnngerð setninganna; enda koma slíkar setningar ekki
síðurfyrir í nútímamáli.