Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 34
32
Eiríkur Rögnvcildsson
Flestar tegundir fylliliða sem sagnir taka á annað borð geta komið á
undan sögninni í fornu máli; hér að framan má finna dæmi um andlög
(5a,c,e) og (6a,e); lýsingarorðssagnfyllingar (5d) og (6f); forsetningar-
liði (5f); atviksliði (6d); aðrar fallháttarsagnir (5b) og (6f); forsetningar
(6b); og agnir (6c). Einu fylliliðirnir sem aldrei standa á undan sögn
eru aukasetningar. Þótt báðar raðir komi fyrir með t.d. fomafnsandlagi,
eins og í (7), verður aukasetning sem er fylliliður ævinlega að fara á
eftir sögninni; dæmi á við (8b) koma aldrei fyrir. Benda má á að hið
sama gildir í þýsku og hollensku, sem annars em OV-mál.
(7) a. Var Þorgnmi \sast bettal. (Flóamanna saga, s. 735)
b. Var konungi fþetta sagt]. (Olafs saga Tryggvasonar, s. 223)
(8) a. Var konungi þá [sagt [s að Erlingur Skiálgsson hafði liðsafnað
mikinn á Jaðri... 11. (Ólafs saga helga, s. 481)
b. *Var konungi þá [[s að Erlingur Skiálgsson hafði
fiðsafnað mikinn á Jaðril sagt].
Auðvelt er að ganga úr skugga um að það sem ræður því hvort
fylliliður getur staðið á undan sögn er ekki hver sögnin er, heldur hvort
hún er í persónuhætti eða ekki. Þetta sýna eftirfarandi setningar:
(9) a. Egill sagði [s að hann hefði [drepiðþrœla Gríms]].
(Egils saga Skalla-Grímssonar, s. 517)
b. *Egill sagði að hann bræla Grims drepið hefði.
c. Hann sagðist [s fbað gert hafa]].
(Eyrbyggja saga, s. 548)
d. Hallfreður sagði [s sig fbað gjama vilja]].
(Hallfreðar saga vandrœðaskálds, s. 1244)
e. Þorgils sagði [s sér fbað vel líka]\.
(Þorgils saga skarða, s. 584)
(10) a. Grímur bað hann [s PRO [það fyrst gera]].
(Egils saga Skalla-Grímssonar, s. 416)
b. Þá hljóp Bjöm prestur úr seti til Kolbeins og bað [s að hann veitti honum]
(Guðmundar saga dýra, s. 163)