Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Síða 40
38
Eiríkur Rögnvaldsson
mynstrið, og (18h-j) virðast líka vera tiltölulega algeng, en hin mynstrin
sem fyrir koma eru öll mjög sjaldgæf.
3. Grundvallarorðaröð sagnliðar
3.1 Ein grunnröð?
Augljóslega er ekki einfalt mál að setja fram heildstæða greiningu
á þessum fjölbreytileik. Tvær nýlegar greiningar, mjög ólíkar, eru til;
greining Halldórs Armanns Sigurðssonar (1988), sem fjallað er um hér
á eftir, og greining Faarlunds (1990). Faarlund telur að engin sérstök
grundvallarorðaröð hafi verið á eftir persónubeygðu sögninni í fornu
máli, og sagnliður hafi þar alls ekki verið til (fomíslenska hafi ver-
ið ,,nonconfigurational“). Ég hef annars staðar (Eiríkur Rögnvaldsson
1995) sýnt fram á að sú kenning fær með engu móti staðist.
í grein sinni bendir Halldór Ármann Sigurðsson (1988) á þrjár hugs-
anlegar leiðir til að gera grein fyrir þeim tilbrigðum sem koma fyrir í
sagnliðnum í fornu máli:
(19) a. Með OV-grunnröð, og færslum (nafnliða og sagna í fallháttum) til hægri.
b. Með VO-grunnröð, og færslum (fomafna og sagna í fallháttum) til vinstri.
c. Með því að gera ráð íyrir tveimur grunnröðum; vali milli OV og VO.
Stungið hefur verið upp á (19c). Kossuth (1978) gerði ráð fyrir að
forníslenska hefði haft „blandaða" grundvallarorðaröð í sagnliðnum, en
það er ekki alveg ljóst hvemig má yfirfæra greiningu hennar á gildandi
hugmyndir. Halldór Ármann Sigurðsson (1994) varpaði líkafram þeirri
tilgátu að í fornu máli hefði verið val milli tveggja liðgerðarreglna
fyrir sagnliðinn; önnur hefði gefið VO-röð, en hin OV-röð. Síðar hefur
Halldór (1988) þó sett fram þá kenningu að (19b) sé rétta greiningin á
grunngerð sagnliða í fornu máli. Hann hafnar (19a) sem möguleika, og
enginn hefur mér vitanlega haldið þeim kosti fram.
Hér að framan var nefnt að sagnliðurinn í nútímaíslensku væri „head-
initial", þ.e. sögnin stæði fremst í honum, á undan fyllilið(um) sínum;
en í sumum málum, t.d. þýsku og hollensku, er hann „head-final“.
Yfirleitt gera menn ráð fyrir því að mál verði að velja annan hvorn
kostinn. Það þýðir að í gmnngerð setninga taka allar sagnir málsins