Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 41
Breytileg orðaröð í sagnlið
39
fylliliði sína annaðhvort á eftir sér eða undan. Þar fyrir kunna að vera
ýmsar setningar í málinu þar sem röðin er öfug; en þá er yfirleitt hægt
að finna rök fyrir því að sú röð sé leidd af hinni, annaðhvort með færslu
sagnarinnar eða fylliliðarins. Tökum dæmi:
(20) a. Hann reyndi ýmislegt.
b. Hann hefur reynt ýmislegt.
c. Hann hefur ýmislegt reynt.
d. Hann hefur mátt reyna ýmislegt.
e. Hann hefur ýmislegt mátt reyna.
f. *Hann hefur ýmislegt reyna mátt.
í (20c) stendur andlagið á u,ndan aðalsögninni. Sú setning sker ekki
úr um grunngerðina ein og sér; andlagið er þar grannstætt sögninni,
þótt það standi að vísu á undan henni en ekki eftir, eins og venja er. Því
er þar um þrjá kosti að ræða. í fyrsta lagi gæti hér verið um að ræða
„head-final“ sagnlið. í öðru lagi gæti þessi setning verið leidd út með
færslu andlagsins til vinstri, yfir aðalsögnina; og í þriðja lagi gæti hún
verið leidd út með færslu aðalsagnarinnar til hægri, yfir andlagið. e- og
/-setningarnar duga hins vegar til að velja milli þessara möguleika. í
(20e), sem er í lagi, er andlagið ekki grannstætt aðalsögninni, og þar
hlýtur því að vera um einhverja færslu að ræða. Vegna þess að (20f)
er ótæk er eðlilegt að ætla að um sé að ræða færslu andlagsins fram
fyrir báðar fallháttarsagnirnar, en ekki víxlaða röð sagnanna, því að sú
setning sem þar yrði að liggja að baki er ótæk.
Því hlýtur fyrst að verða að athuga hvort hægt sé að leiða öll tilbrigðin
af sams konar setningagerð; gera ráð fyrir að á bak við þau öll liggi
annaðhvort OV-röð eða þá VO-röð. Við skulum reyna að glöggva okkur
aðeins á þeim færslum sem þá yrði að gera ráð fyrir. Vissulega eru
til kenningar sem geta skýrt mismunandi stöðu mismunandi tegunda
andlaga. Þannig er það alþekkt að fornöfn, einkum persónufomöfn,
eignarfomöfn og ábendingarfomöfn, og liðir sem innihalda þau, hafa
tilhneigingu til að leita framar í setningu en liðir sem gegna sama
setningafræðilegu hlutverki en hafa að geyma önnur orð. Þeir sem hafa
lært rómönsk mál þekkja t.d. að fornafnaandlög standa framar í setningu