Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Side 47
Breytileg orðaröð í sagnlið
45
(1988:31). Það er rétt, en hins vegar er alveg eins hægt að hugsa sér að
(29) sé leidd af OV-grunngerð (hvort hún vill hann eiga) með færslu
aðalsagnarinnar eiga til vinstri, yfir andlagið. Halldór yrði hvort eð er
væntanlega að gera ráð fyrir slíkri vinstri færslu til að leiða setningu
eins og (30) af VO-grunni:
(30) ... eða þættíst séð hafa hann fyrr. (Haralds saga Sigurðarsonar, s. 661)
Fyrir slíkri færslu eru þó engin sérstök rök; og í setningum með
fornafni á eftir tveim fallháttarsögnum, eins og (31a), dugir þetta ekki
einu sinni.
(31) a. Þeir kváðust fyrir vfst hafa séð hann.
(Grettis saga Ásmundarsonar, s. 1089)
b. Þeir kváðust hann séð hafa.
c. Þeir kváðust hann_hafa séð.
d. Þeir kváðust______hafa séð hann.
e. *Þeir kváðust séð hann_hafa.
f. Þeir kváðust hafa séð hann____.
Til að leiða setningu eins og (31a) af OV-grunni, eins og sýndur er í
(3 lb), má hugsa sér tvær leiðir, og hvor um sig felur í sér tvær færslur.
Annar möguleikinn er sá að færa aðalsögnina aftur fyrir hjálparsögnina,
eins og í (3 lc), og síðan andlagið aftur fyrir allt saman, eins og í (3 ld).
Þetta er ófýsilegt, vegna þess að persónufomöfn virðast yfirleitt alls
ekki færð aftar í setningu, heldur miklu frekar framar, eins og áður er
sagt. Hinn möguleikinn er sá að færa aðalsögnina fram fyrir andlagið,
eins og í (31e), og síðan hjálparsögnina þar fram fyrir, eins og í (31f).
En þá yrðu þessar tvær færslur að vera á einhvem hátt tengdar; það má
ekki láta nægja að færa aðalsögnina og skilja hjálparsögnina eftir, því
að út úr slíku kæmi munstur sem ekki hafa fundist dæmi um í fornu
máli, (31e). Það er vandséð hvemig ætti að koma slíkri samtengingu
við. (Röðin hjálparsögn — fornafnsandlag — aðalsögn kemur fyrir,
en er mjög sjaldgæf.) Það má því fallast á það með Halldóri að það er
ófýsilegt að gera ráð fyrir því að OV hafi verið gmnngerð allra setninga
í fomu máli.
Ef forníslenska hefði á hinn bóginn haft V O-grunn í öllum setningum