Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 48
46
Eiríkur Rögnvaldsson
þyrfti að leiða út setningar með hreinni OV-yfirborðsröð og tveimur
fallháttarsögnum, eins og (32a), með tveimur vinstri færslum; færslu
aðalsagnarinnar (og sennilega viðhengingu við hjálparsögn í fallhætti),
og auk þess með færslu andlagsins (og sennilega viðhengingu við (efri)
sagnliðinn). Ljóst er að þessar tvær færslur eru óháðar hvor annarri
og þurfa ekki endilega að fara saman; við höfum fjölmörg dæmi um
„blandaðar“ raðir eins og (33a), þar sem aðalsögnin færist til vinstri (ef
miðað er við VO-grunn). Einnig er til að andlagið færist til vinstri yfir
aðalsögn og hjálparsögn (miðað við VO-grunn), en slíkar setningar,
eins og (34), eru þó mjög sjaldgæfar.
(32) a. En ekki mun eg [Si þenna mann séð hafa].
(Laxdœla saga, s. 1632)
b. En ekki mun eg hafa séðþenna mann.
c. En ekki mun eg séð hafa __ þenna mann.
d. En ekki mun eg þenna mann séð hafa_______.
(33) a. Þorgilsi hafði [s) gefin verið öxi góð].
(Þorgils saga og Hafliða, s. 25)
b. *Þorgilsi hafði gefin verið hún.
(34) Þykir mér þeir [si illan mann hafa til fengið] ...
(Harðar saga og Hólmverja, s. 1289)
Sé gengið út frá VO-grunni verður því að gera ráð fyrir að færsla
aðalsagnar til hægri, án nokkurrar færslu andlagsins, sé mjög algeng.
Hins vegar kemur röðin aðalsögn — hjálparsögn — andlag aðeins fyrir
ef andlagið er „fullkominn" nafnliður, en ekki ef það er fornafn, eins
og stjörnumerkingin á (33b) á að sýna (um setningar af því tagi hef ég
aðeins fundið eitt dæmi, (30)).5 Ekki er auðvelt að koma auga á ástæður
fyrir þessum mun; ástæður fyrir því að sagnarfærsla af þessu tagi væri
háð því hvort andlagið væri fornafn eða „fullkominn“ nafnliður. En ef
við viljum halda því fram að fomíslenska hafi haft VO-gmnn í öllum
5 Athugið að skýringin getur ekki verið sú að fomafnaandlög verði að færast með
sögninni (þannig að við fáum V’-færslu í stað V-færslu); orðaröðin aðalsögn — andlag
— hjálparsögn kemur ekki fyrir.